Umfjöllun: Fall er fararheill

Völsungur hóf keppni í 1.deild karla í dag ţegar BÍ/Bolungarvík kom í heimsókn til Húsavíkur. Völsungur lék síđast í 1.deild áriđ 2005 og ţví mikil spenna

Umfjöllun: Fall er fararheill
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 834 - Athugasemdir ()

Völsungur hóf keppni í 1.deild karla í dag ţegar BÍ/Bolungarvík kom í heimsókn til Húsavíkur. Völsungur lék síđast í 1.deild áriđ 2005 og ţví mikil spenna í fólki fyrir komandi sumri. Ţađ var um 5 gráđu hiti og smá vindur ţegar Jan Eric flautađi leikinn á og mćtingin á völlinn međ ágćtum.

Byrjunarliđ Völsungs: Dejan Pesic, Sveinbjörn Már, Odrobéna, Marko, Sigvaldi, Halldór Orri, Pétur Kling, Guđmundur Óli, Hafţór Mar, Hrannar Björn (f) og Dejan Bozicic.


Á bekknum sátu; Kjartan Páll, Halldór Fannar, Ásgeir, Sindri, Eyţór, Halldór Kára og Bjarki Freyr. Gunni Siggi var í banni í ţessum fyrsta leik eftir rautt spjald í lokaleik síđasta tímabils og Arnţór Hermanns ađ stíga upp úr meiđslum.

Mikill taugatitringur var í liđinu til ađ byrja međ og gestirnir reyndu mikiđ ađ fara upp kantana en viđ vörđumst vel ţó ţeir hafi fengiđ leiđinlega margar hornspyrnur. Eftir eina slíka átti Nigel Quashie skot í stöngina en annars skapađist ekki mikil hćtta. Ţó kom eina mark leiksins eftir hornspyrnu en boltinn hafđi ţá fariđ út úr teignum og komum viđ honum ekki mikiđ lengra en upp miđjan vallarhelming okkar. Ţar fékk Hafsteinn Rúnar Helgason boltann, lék á einn Völsung og ţrumađi boltanum neđst í markhorniđ af ca 25 metra fćri. Gott skot og flott mark, stađan 0-1 fyrir BÍ/Bolungarvík.

Okkar besta fćri í fyrri hálfleik var eftir hornspyrnu Hrannars en ţá skallađi Dejan Bozicic ađ marki, markvörđurinn missti boltann en varnarmađur náđi ađ hreinsa af marklinu. 

 

Stađan ţví 0-1 í hálfleik og viđ ekki gefiđ mörg fćri á okkur en aftur á móti ekki heldur ađ skapa mikiđ fram á viđ.

Leikurinn opnađist meira í seinni hálfleik og varđi Dejan Pesic gott skot úr teignum međ fótunum og út. Hrannar átti skot úr aukaspyrnu yfir markiđ og Guđmundur Óli átti hćttulegar spyrnur utan af velli. Hafţór Mar skallađi eina ţeirra rétt framhjá markinu og ađra ţeirra átti markvörđur gestanna í miklum vandrćđum međ, bakkađi ađ marki og náđi ađ grípa boltann rétt undir slánni, lenti inni í markinu en tókst ađ halda boltanum viđ marklínu. Ţví miđur ekki allur boltinn inni ţar.

Áđur höfđum viđ gert tvćr breytingar til ţess ađ reyna ađ fríska upp á okkar leik en Ásgeir og Halldór Fannar komu inná í stađ Péturs og Hafţórs.

Rétt fyrir leikslok átti Halldór Fannar svo vinstri fótar skot frá vítateigsboga sem fór rétt yfir markiđ. Skömmu síđar flautađi Jan Eric til leiksloka og báru gestirnir frá Vestfjörđum ţví sigur úr býtum hér í dag. 0-1 niđurstađan.

Völsungar spiluđu fínan varnarleik lengst af í dag. Gáfu afar lítiđ af opnum fćrum og vorum sterkir fyrir aftast. Á móti tókst okkur ekki ađ skapa okkur nćgilega afgerandi fćri fram á viđ. Ţađ leiddi til ţess ađ viđ misstum höfuđiđ löngu áđur en leikurinn var úti og uppskárum fjögur gul spjöld á síđustu 20 mínútunum. Viđ hreinlega megum bara ekki viđ ţví. Ađ ţví sögđu fannst mér vanta örlítiđ upp á samrćmi í spjaldaveitingu dómarans en gestirnir komust upp međ margítrekuđ brot. Sérstaklega ţá ţegar Guđmundi Óla var skóflađ í jörđina er hann var á harđaspretti og greinilega slasađist töluvert. Hann klárađi ţó leikinn og vonandi hrjáir ţetta honum ekki lengur en út daginn.

Tími ađlögunar er liđinn. 1.deildin er hafin og ţađ er viđ sterkari andstćđinga en áđur ađ glíma. Menn verđa bara ađ grafa inn og sćkja auka prósent í kraft, árćđni og dugnađ og stíga upp og mćta ţessum liđum. Viđ verđum bara ađ gefa í og lćra á deildina međ ţví. Fall er fararheill og viđ skulum vona ađ mađurinn hafi ekki logiđ ţegar hann sagđi ţađ. Allir geta klárlega stigiđ upp og bćtt sinn leik og á ţađ viđ um leikmenn, ţjálfara, stjórn, stuđningsmenn og umfjöllunarteymiđ. Ţađ geta allir gert betur!



Péter Odrobéna var valinn mađur leiksins en hann var fremstur međal jafningja í varnarleik liđsins.

Nćsti leikur liđsins er gegn KF en hann fer fram í Boganum mánudaginn nćsta kl.20.30. Viđ hvetjum Völsunga til ţess ađ renna ţangađ og hvetja okkar drengi til dáđa í ţeim leik sem og öđrum.

Tengdar greinar:

Halldór Orri: Skemmtilegur hópur og góđur ţjálfari
Sigvaldi Ţór: Óţarfa gul spjöld í dag

Hér er hćgt ađ skođa fleiri myndir úr leiknum


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ