Lengjubikar karla a hefjast

rili 2 A-deild er Vlsungur samt, Fram, Breiablik, Val, KA, Vking R, Selfoss og A. Miki um skemmtileg li og hefst etta hugavera verkefni

Lengjubikar karla a hefjast
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 659 - Athugasemdir ()

Gunni einbeittur  rtunni!
Gunni einbeittur rtunni!

Þá er komið að því! Í dag hefst undirbúningstímabil meistaraflokks karla fyrir alvöru. Völsungur fær það krefjandi verkefni að spila í A-deild þetta árið en þar spila aðeins lið úr Pepsi og 1.deild. Undanfarin ár höfum við verið í norður- og austurlandsriðli með sömu liðunum og fáum við því ágætis tilbreytingu þetta árið.

Síðustu tveir leikirnir í Kjarnafæðismótinu töpuðust báðir 1-5 og voru góðir kaflar liðsins fáir. Menn fá nú tækifæri til þess að snúa blaðinu við og sýna hvað í þeim býr gegn stærri liðum.

Í riðli 2 í A-deild er Völsungur ásamt, Fram, Breiðablik, Val, KA, Víking R, Selfoss og ÍA. Mikið um skemmtileg lið og hefst þetta áhugaverða verkefni kl.16.00 í dag í Egilshöll þar sem Framarar taka á móti okkur. Af þeim leikmönnum sem eru við æfingar nú, þá eru þrír á meiðslalistanum. Eyþór Traustason, Hafþór Mar Aðalgeirsson og Hilmar Másson hvíla en Dejan og Marko eru ekki enn komnir til landsins.

Græni Herinn fylgir liðinu í leikinn og mun eftir fremsta megni lýsa leiknum beint á facebook. Það er fín stemning í liðinu sem að lagið upp í langferð eldsnemma í morgun og Hafþór Mar, aðstoðarþjálfari, liðsstjóri, sjúkraþjálfari, videostjóri og yfirmaður skipulagningar heldur uppi fjörinu í rútunnni.

Við hvetjum alla Völsunga sunnan heiða til þess að taka sunnudagsrúnt í Egilshöll til þess að skoða ástandið á okkar mönnum. Að finna fyrir stuðningi og áhuga úr stúkunni er öllum liðum mikilvægt. Við kveðjum hressir úr rútunni og skjáumst margoft á næstu mánuðum! ÁFRAM VÖLSUNGUR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr