Kjarnafismti framundan - Vlsungur mtir KF um helgina

Meistaraflokkar Vlsungs hafa hafi fingar fyrir komandi knattspyrnusumar en eins og flestir hugamenn um boltann vita er eitthva a allra lengsta

Kjarnafismti framundan - Vlsungur mtir KF um helgina
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 708 - Athugasemdir ()

Meistaraflokkar Völsungs hafa hafið æfingar fyrir komandi knattspyrnusumar en eins og flestir áhugamenn um boltann vita er eitthvað það allra lengsta undirbúningstímabil í heiminum á Íslandi.

Æfingarmót hefur gengið á Norðurlandi undanfarin ár og hefst það alltaf snemma á nýju ári. Mótið hefur heitið margt; Powerade, Soccerade, Hleðslumótið og nú Kjarnafæðismótið. Mótið hefst í kvöld, 4.janúar, með leik Þór gegn KF og hefja Völsungar leik á sunnudaginn er þeir mæta KF í Boganum kl.17.15.

Völsungur hefur einu sinni unnið mótið en árið 2010 urðum við Soccerademeistarar eftir sigur á KA í úrslitaleik. 1-1 var staðan eftir að leiktíma lauk en Gunnar Klettur Jósteinsson jafnaði undir lok leiks með sleggju utan af velli. Völsungar unnu svo eftir vítaspyrnukeppni

Í ár er mótið spilað með deildarfyrirkomulagi og eru sjö lið skráð til leiks. Völsungur, Dalvík/Reynir, KA, KA2, KF, Þór og Þór 2.

Leikir Völsungs í Norðurlandsmótinu:
6.jan - sunnudagur, kl.17.15: Völsungur - KF
11.jan - föstudagur, kl.20.00: Völsungur - Þór
20.jan - sunnudagur, kl.15.15: Völsungur - Þór2
27.jan - sunnudagur, kl.15.15: Völsungur - KA2
3.feb - sunnudagur, kl.16.00: Völsungur - KA
9.feb - laugardagur, kl.17.15:  Völsungur - Dalvík/Reynir

Við hvetjum alla Völsunga til þess að kíkja í Bogann þar sem leikir Völsungs fara fram á ofangreindum tímum. Hvetjum liðið okkar, alltaf, allstaðar.

volsi


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr