Jói Páls: Liđiđ stóđ sig alveg gríđarlega vel

Jóhann Rúnar Pálsson, ţjálfari Völsunga, var ađ vonum sáttur međ 5-0 sigurinn gegn Tindastól.

Jói Páls: Liđiđ stóđ sig alveg gríđarlega vel
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 770 - Athugasemdir ()

Jói var rólegur ađ vanda eftir leik!
Jói var rólegur ađ vanda eftir leik!

Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari Völsunga, var að vonum sáttur með 5-0 sigurinn gegn Tindastól.

,,Mér fannst leikurinn ganga alveg ágætlega. Vorbragur á okkur í byrjun eins og gengur og gerist. Við bættum okkur svo og liðið allt stóð sig gríðarlega vel. Eftir fyrri hálfleikinn var maður svekktur að fara bara með 1-0 inn í hléið. Við hefðum átt að vera búin að setja allavega tvö," voru fyrstu viðbrögð Jóa eftir leik.

,,Það er náttúrulega snilld að fá svona leikmann eins og Bojönu. Hún er svo yfirveguð og flott. Atvinnumaður fram í fingurgóma. Rakel og Petra koma með ákveðna vídd inn í þetta sem okkur vantar stundum. Þær allar stóðu sig bara mjög vel fannst mér," sagði Jói aðspurður um nýju leikmennina.

Hvað hefði betur mátt fara?

,,Við þurfum að hitta betur á markið, það er klárt mál. Vorum að fá fullt af færum í dag og mér fannst gríðarlega flott að sjá til okkar í fyrri hálfleik. Þórunn var að halda boltanum vel uppi og tapaði mjög fáum boltum. Skilaði boltanum til samherja sinna og þannig færðum við okkur ofar. Í kjölfarið hefðum við mátt setja fleiri bolta á rammann en ég tek það ekki af markverðinum þeirra að hún varði líka mjög vel oft á tíðum. Okkur vantar samt oft að klára síðustu sendinguna, þessa úrslitasendingu,"

,,Ég er mjög ánægður með hópinn eins og hann er. Ég tel að við séum með sterkari hóp heldur en í fyrra. Við erum að fá góða leikmenn upp og liðið er árinu eldra og þroskaðra. Með nýju leikmönnunum erum við einnig að fá góða reynslu og stillingu inn í liðið. Við höfum misst frá okkur ágæta leikmenn líka en við erum að fá góða inn," sagði Jói þegar fréttaritari tók púlsinn á honum með liðið.

,,Alltaf gaman að vinna leik og það peppar mannskapinn alltaf upp. Ég vona að þetta sé gott veganesti fyrir næstu leiki. Markmiðið er alltaf að vinna þá leiki sem við förum út í, það er bara einfalt mál," voru lokaorð Jóa sem kvaddi með bros á vör eftir þennan stórfína sigur!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ