Hrannar knattspyrnumaur HS 2012

dgunum var tilkynnt um val rttaflki r hinum msu rttagreinum sem stundaar eru hj aildarflgum HS og hlaut Hrannar Bjrn Bergmann

Hrannar knattspyrnumaur HS 2012
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 761 - Athugasemdir ()

Á dögunum var tilkynnt um val á íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá aðildarfélögum HSÞ og hlaut Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson titilinn Knattspyrnumaður HSÞ árið 2012 en hann er vel að því kominn eftir frábært tímabil síðasta sumar.


Hrannar er tvítugur og var slátturinn í hjarta liðsins í sumar. Talandi hans, barátta, metnaður og ástríða smitaði alla þá sem voru innan sem utan vallar í sumar. Hann skoraði sex mörk í 19 leikjum fyrir liðið og leiddi Völsungsfjölskylduna sem sannur leiðtogi að titlinum eftirsótta. Hrannar skoraði mikilvæg mörk og muna eflaust allir eftir sigurmarki hans á 95.mínútu gegn HK heima en það er minning sem mun lifa um ókomna tíð. Hann steig upp á stærstu stundunum, kláraði KFR á útivelli með þrennu í fjórðu síðustu umferðinni og skoraði mark sumarsins gegn Njarðvík í lokaleiknum með glæsilegri aukaspyrnu sem var stórt skref í lönduninni á bikarnum fagra.

Hrannar Björn á að baki 90 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs og hefur skorað í þeim 27 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik aðeins 15 ára gamall í 2.deild árið 2008. Ungur er hann en þroskaður og hæfileikar hans hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með Völsungi síðustu ár. Hrannar er lykilmaður í Völsungsliðinu og spilaði gríðarlega mikilvægan þátt í meistaraför liðsins í sumar en það er vonandi að við fáum að njóta krafta hans sem allra lengst.

Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson er Knattspyrnumaður HSÞ árið 2012.

hbbs


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr