Harpa: Mikil samkeppni um hvert sti

,,Mr fannst etta bara fnn leikur og aldrei spurning um anna en sigur af okkar hlfu. Vi byrjuum af krafti en duttum aeins niur fljtlega. Eftir a

Harpa: Mikil samkeppni um hvert sti
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 817 - Athugasemdir ()

Ein gmul af Hrpu!
Ein gmul af Hrpu!

,,Mér fannst þetta bara fínn leikur og aldrei spurning um annað en sigur af okkar hálfu. Við byrjuðum af krafti en duttum aðeins niður fljótlega. Eftir að við komumst í 2-0 fannst mér þetta öruggt, þær voru ekki að veita okkur mikla mótspyrnu,” sagði Harpa Ásgeirsdóttir, fyrirliði Völsungs, eftir 3-0 sigurinn gegn Fjarðabyggð.

,,Kannski erfitt fyrir mig að bera saman þennan leik og síðasta þar sem maður sér þetta öðruvísi inn á vellinum heldur en utan hans og ég spilaði ekki síðasta leik. Mér fannst ekki mikill munur á þessum leikjum. Ég held við getum klárlega reiknað með sterkari andstæðingum í deildinni í sumar heldur en við höfum mætt hingað til. Við höfum yfirleitt verið skrefinu á undan bæði Tindastól og Fjarðabyggð í gegnum tíðina,” hafði Harpa að segja um byrjunina á Lengjubikarnum en liðið er greinilega vel á jörðinni þrátt fyrir geysigott upphaf.

,,Við erum með stóran hóp og það vilja allir vera í liðinu þannig það er meiri metnaður í leikmmönnum á æfingum og ég held að það sé bara að skila sér inn í þessa leiki. Mér finnst hópurinn sterkur og mikil samkeppni um hvert sæti. Við vorum ekkert með veikara lið til að byrja með í dag en klárlega óreyndara. Það sást kannski best á því að við vorum öruggari á boltanum í seinni hálfleik eftir skiptingar en við höfum góð gæði í hópnum og samkeppni sem er mjög mikilvægt,”

Harpa hefur sjálf glímt við meiðsli en hún hrekkur í og úr axlarlið eftir pöntunum.

,,Ég er komin með spelku sem á að gera mér eitthvað gagn en ég bíð annars bara eftir aðgerð. Þetta angrar mig ekki mikið en ég er kannski of meðvituð um þetta inni á vellinum og hlífi mér stundum ósjálfrátt,”

Bojana Besic, Rakel Óla Sigmundsdóttir og Petra Rut Ingvadóttir eru nýjir leikmenn Völsungs, hvernig falla þær inn í hópinn?

,,Mér líst mjög vel á þessa nýju viðbót við liðið. Bojana er náttúrulega hörkuspilari og hinar tvær eru líka að koma fínt inn í þetta. Rakel sýnir í leiknum að hún er góður klárari og okkur hefur vantað markaskorara í liðið, það er vonandi að hún geti fyllt vel í það skarð,” sagði Harpa fyrirliði að lokum.

Myndir úr leiknum tók Már Höskuldsson 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr