Halldór Fannar á heimleiđ

Halldór Fannar Júlíusson, leikmađur Völsungs, er vćntanlegur heim í apríl en hann stundar nám í sjúkraţjálfun í Odense yfir vetrartímann. Halldór, sem kom

Halldór Fannar á heimleiđ
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 794 - Athugasemdir ()

Halldór Fannar í leik síđasta sumar!
Halldór Fannar í leik síđasta sumar!

Halldór Fannar Júlíusson, leikmaður Völsungs, er væntanlegur heim í apríl en hann stundar nám í sjúkraþjálfun í Odense yfir vetrartímann. Halldór, sem kom óvenjusnemma heim í fyrra, spilaði 19 leiki fyrir Völsung á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sig upp í 1.deild. Við tókum stöðuna á Halldóri og forvitnuðumst aðeins um heimkomuna.

,,Já ég kem heim eftir mánuð eða í kringum 20. apríl. Ég á að fara í verknám í apríl og fram á sumar og ætla að fá að taka það heima á Húsavík," segir vorboðinn Halldór en afhverju er það?

,,Stærsta ástæðan fyrir því er nú að mig langar að prófa að taka langt verknám heima á Íslandi í umhverfi sem maður þekkir aðeins betur en staðina hér í Danmörku. Það er þó klárlega stór og mikilvægur plús að ná fleiri leikjum með Völsungi. Ég er búinn að vera að æfa og spila æfingaleiki hérna í ca. mánuð. Næ svo 2-3 mótsleikjum hér áður en ég kem heim. Formið er þokkalegt miðað við tíma árs og ég hef tíma núna til að bæta það. Það verður gott í sumar,"

,,Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er stærri deild og erfiðari leikir. Það er mjög spennandi að taka þátt í því. Það veltur svo á okkur sjálfum hversu skemmtilegt þetta verður," sagði Halldór sem er spenntur fyrir 1.deildinni. Halldór steig sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2005 í 1.deild

,,Það er mjög gott að vera kominn þangað aftur. Það var orðið of langt síðan að við vorum þar síðast og ég held að Völsungur geti vel átt heima í 1. deildinni. Ég þarf svo að reyna að viðhalda 1.deildar-recordinu,mark í þriðja hverjum leik, í sumar," en Halldór spilaði þrjá leiki sumarið 2005 og gerði í þeim eitt mark!

Við þökkum Halldóri kærlega fyrir spjallið og komum þeirri kveðju áleiðis til strákanna að hann er mjög spenntur fyrir því að sjá liðsfélagana.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ