Guđmundur Óli kominn heim - skrifađi undir 3 ára samning viđ Völsung

Guđmundur Óli Bergmann Steingrímsson er kominn aftur heim og genginn til liđs viđ sitt uppeldisfélag Völsung frá KA ţar sem hann hefur veriđ síđustu fimm

Guđmundur Óli kominn heim - skrifađi undir 3 ára samning viđ Völsung
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 800 - Athugasemdir ()

Guðmundur Óli Bergmann Steingrímsson er kominn aftur heim og genginn til liðs við sitt uppeldisfélag Völsung frá KA þar sem hann hefur verið síðustu fimm tímabil utan við smá heimkomu 2008. Hann skrifaði undir samning í dag sem gildir til loka ársins 2015 og óhætt að segja að þetta séu gleði tíðindi fyrir liðið enda um sterkan leikmann að ræða.

Guðmundur Óli þekkir vel til hjá Völsungi enda fyrrum fyrirliði liðsins en hann á að baki 72 leiki fyrir Völsung og hefur skorað í þeim 16 mörk.

Fyrsti leikur hans fyrir meistaraflokk var árið 2003 er hann kom inn á fyrir Björgvin Sigurðsson, söngvara & gítarleikara Skálmaldar, í 3-2 sigri gegn Fjölni í 2.deild karla en það ár sigraði liðið deildina.

goli

Græni Herinn óskar Guðmundi Óla til hamingju með samninginn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Völsung á nýjan leik og vonandi að hann sýni sínar bestu hliðar í sumar og næstu ár enda vitum við líkt og hann að á góðum degi eiga fáir roð í strákinn. Velkominn heim!

Hér má sjá viðtal við Gumma eftir undirskriftina í dag.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ