Grćni púlsinn: Guđmundur Óli Steingrímsson

Völsungsleikskráin kom út í dag og ađ venju er Grćni púlsinn á sínum stađ. Ađ ţessi sinni er ţađ Guđmundur Óli Steingrímsson sem spilar međ KA í dag ásamt

Grćni púlsinn: Guđmundur Óli Steingrímsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 753 - Athugasemdir ()

Guđmundur Óli
Guđmundur Óli

Völsungsleikskráin kom út í dag og að venju er Græni púlsinn á sínum stað. Að þessi sinni er það Guðmundur Óli Steingrímsson sem spilar með KA í dag ásamt Hallgrími & Bjarka Badda. Gummi er fyrrum fyrirliði Völsungs og ólst hér upp líkt og allir vita. Hér er Guðmundur Óli, gjörið svo vel!


Hvernig er að vera leikmaður í 1.deild á Íslandi?
Það er mjög fínt bara. Það er alltaf gaman að spila fótbolta. Hvort sem það er í 1.deild, 3.deild eða eitthvað annað. En það er auðvitað skemmtilegra að spila á eins háu leveli og maður getur og 1.deildin hentar mér ágætlega.

Hver er mesti munurinn frá því sem þú þekktir áður?
Doktorinn, sem hefur gengið okkur í föðurstað hér á ak, er mesti munurinn. Hann gerir allt fyrir mann og hann á stóran sess í hjarta mínu og mun alltaf eiga. En annars er munurinn ekki brjálaður, umgjörðin líklega, en hún er samt búin að vera frábær á Húsavík í sumar og gaman að fylgjast með því.

Hvert er markmið sumarsins?
Markmið sumarsins er núna að vinna alla þessa 4 leiki sem við eigum eftir og vonast eftir að liðin fyrir ofan okkur misstígi sig vel og fallega. Ef það gerist ekki þá verða þrír leikmenn samningsbundnir KA sem ættu allir erfitt með að spila í gulu á Húsavíkurvelli næsta sumar. Ég trúi því nefninlega og treysti að Völsungarnir séu á leið í 1.deild.

Á móti hvaða liði er skemmtilegast að spila?
Það er gaman að vinna lið sem maður þolir ekki og með Völsungi væri skemmtilegast að spila við Dalvík/Reyni, óska þess alltaf að ég væri leikmaður Völsungs þegar ég horfi á þá spila við Dalvík/Reyni. Með KA er alltaf gaman að spila við Þór, stemningin alltaf góð og oftast hiti í leikjunum, ef frá er talinn síðasti leikurinn gegn þeim sem var vonbrigði fyrir alla held ég.

Hvernig horfir Guðmundur Óli til framtíðar í sambandi við fótboltaferilinn?
Ég horfi í rauninni ekki lengra en til morguns hvað það varðar. Ég enda bara þar sem ég enda en ég ætla og hef alltaf ætlað að enda minn fótboltaferil á Húsavík með Völsungi og vonandi gengur það eftir.

Hver er draumurinn?
Ég á mér engan draum í rauninni sem fótboltamaður. Draumurinn er samt að verða þjálfari í framtíðinni.

Hefur þú stefnt að því frá barnsaldri að verða atvinnumaður?
Nei, ég hef aldrei stefnt á það. Ég hef einhvern veginn bara aldrei hugsað út í það. Þess vegna er ég kannski bara sáttur við það sem ég hef gert hingað til í fótboltanum, sem er ekkert brjálað mikið. Ef ég hefði stefnt á atvinnumennsku þá hefði ég lifað lífinu, hingað til, öðruvísi.

Hvað er það mikilvægasta fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri?
Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. En ég þekki einhverja sem hafa náð árangri og þeir hafa allir rétt hugarfar. Baldur og Haddi sem dæmi, þeir voru í fótbolta allan daginn þegar við vorum yngri og það hefur skilað þeim. Þeir voru líka alltaf í keppni sín á milli sem ég tel að hafi hjálpað þeim báðum. Að hata að tapa getur komið þér langt þó þú sért ekki frábær í löppunum.

Eftirminnilegasti leikur á ferlinum til þessa?
Þegar KA vann Þór 1-0 í mígandi rigningu og Arnar Már þáverandi sambýlingur minn skoraði á 90.min. Það var gaman. Einnig var eftirminnilegt að spila gegn FH í 8liða úrslitum í bikarnum. Ég hef aldrei elt boltan jafn lengi, en þeir voru besta liðið á landinu á þeim tíma.

ka

Þegar þú heyrir nafnið Völsungur, hvað er það fyrsta sem þú hugsar?
Grænir og graðir. Sjáumst vonandi fljótlega.

Helduru að þú munir spila aftur fyrir Völsung?
Vonandi já.

Hver af ykkur bræðrum er bestur?
Við erum jafn ólíkir og við erum margir. Annars er Ólafur líklega bestur.

Hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Dean Martin.

Besti samherji frá upphafi?
2 flokkur innanhúss.

Hversu mikið saknaru Húsavíkur?
Það er misjafnt. Sakna aðallega Völsungs og fjölskyldunnar.

Lokaorð til stuðningsmanna Völsungs?
Vil hrósa alvöru stuðningsmönnum liðsins og hvet þá til að halda áfram að styðja við liðið.

br
                                               Bræðurnir Grímsi & Gummi.

Eldri greinar:
Græni púlsinn: Elfar Árni Aðalsteinsson (2.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Jónasson (3.tbl)
Græni púlsinn: Hallgrímur Mar Bergmann
(4.tbl)
Græni púlsinn: Hafrún Olgeirsdóttir (5.tbl)
Græni púlsinn: Aron Bjarki Jósepsson
(6.tbl)
Græni púlsinn: Pálmi Rafn Pálmason (7.tbl)
Græni púlsinn: Bjarki Baldvinsson (8.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ