Dejan King Pesic heldur tryggđ viđ Völsung (stađfest)

,,Ţetta eru stórar og góđar fréttir fyrir okkur, ég er mjög ánćgđur. Hann átti mikinn ţátt í velgengni okkar síđasta sumar og forréttindi fyrir okkur ađ

Dejan King Pesic heldur tryggđ viđ Völsung (stađfest)
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 786 - Athugasemdir ()

Dejan Pesic međ frćga súkkulađiskóinn
Dejan Pesic međ frćga súkkulađiskóinn

,,Þetta eru stórar og góðar fréttir fyrir okkur, ég er mjög ánægður. Hann átti mikinn þátt í velgengni okkar síðasta sumar og forréttindi fyrir okkur að fá að vinna með honum áfram," sagði Dragan Stojanovic við Græna Herinn nú síðdegis en ljóst er að King Pesic líkt og Húsvíkingar kalla hann mun leika með liðinu áfram og mæta til leiks í 1.deildina.

Dejan Pesic var valinn besti leikmaður 2.deildar á lokahófi Fotbolti.net og í liði ársins. Hann var einnig kjörinn besti leikmaður sumarsins að mati liðsfélaga sinna á uppgjöri Völsungs í lok sumars og mikilvægasti leikmaður liðsins að mati Heimabakarís.

,,Dejan er spenntur fyrir verkefninu og hlakkar mikið til að mæta til Húsavíkur á ný. Honum leið vel hérna svo hann vildi koma aftur. Hann neitaði tilboðum bæði hér á Íslandi og erlendis og nú er ljóst að hann verður áfram með okkur og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur þar sem ég tel að Dejan sé besti markvörður á landinu með fullri virðingu fyrir öllum öðrum á landinu því það eru margir góðir hérna, Dejan er bara lang bestur á þessu landi og hann spilar fyrir Völsung, það er virkilega gott fyrir okkur," segir þjálfarinn augljóslega sáttur og hrósar knattspyrnuráði fyrir fagleg og góð vinnubrögð.

pesic

,,Ég verð að hrósa stjórninni fyrir mjög góð vinnubrögð. Þeir hafa verið að standa sig vel í samningum við leikmenn og eru að sýna áfram faglega nálgun á þetta sem er frábært," sagði þjálfarinn

Græni Herinn fagnar þessum fréttum enda um mikinn feng að ræða. Vertu velkominn King Pesic, við getum ekki beðið eftir að sjá þig!

ifv


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ