Bojana og Petra Vlsung (Stafest) - Lengjubikar hefst morgun

Kvennali Vlsungs hefur fengi lisstyrk en tveir njir leikmenn gengu til lis vi flagi dag. Fyrsta skal nefna Bojnu Besic sem kemur fr r.

Bojana og Petra Vlsung (Stafest) - Lengjubikar hefst morgun
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 821 - Athugasemdir ()

Bojana Besic er meal nrra leikmanna Vlsungs!
Bojana Besic er meal nrra leikmanna Vlsungs!

Kvennalið Völsungs hefur fengið liðsstyrk en tveir nýjir leikmenn gengu til liðs við félagið í dag. Fyrsta skal nefna Bojönu Besic sem kemur frá Þór. Bojana er yngri flokka þjálfari hjá Þór sem kom fyrst sem leikmaður árið 2008.

Hún spilar sem varnarmaður og á að baki 78 leiki með meistaraflokki Þórs og hefur skorað í þeim 10 mörk. Bojana spilaði lítið sem ekkert með liðinu síðasta sumar en reynsla hennar og geta er ungu liði Völsungs mikill fengur. 

Petra Rut Ingvadóttir kemur til liðsins frá Breiðablik. Petra er fædd 3.nóvember 1993 og verður því tvítug á árinu. Hún á að baki fimm leiki með meistaraflokki Breiðabliks en er nú búsett á Akureyri og kemur á láni til Völsungs. Hún getur leyst margar stöður á vellinum en er að upplagi bakvörður segja heimildarmenn Græna Hersins. 

Rakel Óla Sigmundsdóttir, Akureyringur, mun einnig spila með Völsungi á nýjan leik í sumar. Hún er 28 ára og hafði spilað 113 leiki með meistaraflokkum Þór/KA, Hauka og Draupni og skorað í þeim 24 mörk áður en hún gekk til liðs við Völsung sumarið 2011. Þá spilaði hún fyrir okkur fimm leiki og skoraði tvö mörk. Rakel spilar framarlega á vellinum og getur leyst bæði stöðu sóknar- og kantmanns. 

Við bjóðum þessar stúlkur velkomnar í hópinn. Töluvert brottfall hefur verið úr kvennaliðinu í vetur og því nauðsynlegt að styrkja liðið örlítið fyrir komandi átök. Það er vonandi að nýjum leikmönnum fylgji reynsla og gæði til þess að bæta liðið. 

Völsungur hefur leik í Lengjubikar kvenna - C deild á morgun miðvikudag. Liðið mætir þá Tindastól í Boganum í 1.umferð en einnig eru Fjarðabyggð, Höttur og Sindri með Völsungi í riðli. Völsungur hefur komist í undanúrslit Lengjubikarsins undanfarin tvö ár þar sem þær töpuðu með einu marki í bæði skiptin. Árið áður töpuðu þær fyrir Þrótti R. í úrslitaleik Lengjubikars C. Það er vonandi að stelpurnar haldi þeim árangri áfram að vinna sinn riðil og geri jafnvel enn betur í ár! 

Leikurinn hefst kl.19.30 og hvetjum við alla Völsunga til þess að mæta á leikinn! ÁFRAM VÖLSUNGUR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr