Ásgeir yngsti Völsungur frá upphafi til ţess ađ skora sex mörk í Íslandsmóti (video)

Ásgeir Sigurgeirsson er fćddur 11. desember áriđ 1996. Hann var kosinn efnilegasti leikmađur sumarsins bćđi ađ mati leikmanna og Heimabakarís en hann var

Ásgeir á framtíđina fyrir sér
Ásgeir á framtíđina fyrir sér

Ásgeir Sigurgeirsson er fæddur 11. desember árið 1996. Hann var kosinn efnilegasti leikmaður sumarsins bæði að mati leikmanna og Heimabakarís en hann var vel að þessu kominn eftir frábært tímabil.

Ásgeir skoraði sex mörk í sumar sem gerir hann að yngsta leikmanni Völsungs frá upphafi er afrekar slíkt í meistaraflokki félagsins. Enginn annar svo ungur hefur sýnt slíka tölfræði en að auki lagði hann upp tvö mörk.

Hann sýndi mikinn þroska og kom sem ferskur blær inn í lið Völsungs í sumar en hann lét alla vita af því strax í opnunarleik sumarsins, gegn KF, þar sem hann skoraði eina mark leiksins og tryggði fyrstu þrjú stigin. Hann var kominn til að vera, tilbúinn í slaginn.

geiri2

Ásgeir fór í gegnum sumar sem að hann mun eflaust seint gleyma en samhliða því að spila stórt hlutverk í að landa titlinum með Völsungi í 2.deild þá var hann einnig valinn í U17 ára landslið Íslands. Hann stóð sig með prýði á Norðurlandamótinu sem fram fór í Færeyjum þar sem hann skoraði eitt af tveimur mörkum liðsins á mótinu. Markið þótti víst einkar glæsilegt.

Nú nýlega kom Ásgeir heim frá Möltu þar sem hann var í verkefni með U17 landsliðinu og spilaði hann í öllum leikjum liðsins í undankeppni EM2013. Strákarnir mættu Portúgölum, Norðmönnum og heimamönnum en þeir komust því miður ekki í milliriðla og eru úr leik. Flott reynsla og þroskandi fyrir hann og aðra leikmenn landsliðsins að æfa og keppa í svona aðstæðum og með þá umgjörð sem þeir kynnast undir höndum KSÍ.  Ásgeir er einn af betri mönnum liðsins.

Ásgeir er gullmoli sem við getum verið stolt af og þakklát fyrir en þessi strákur hefur alla burði til þess að fara alla leið ef hann heldur haus, umhverfið er í lagi og haldið er rétt á spilunum.

Til hamingju með frábært sumar Ásgeir og okkar bestu straumar og vonir um áframhaldandi velgengni og framfarir!

Hér má sjá öll mörkin sem að Ásgeir skoraði í sumar



geiri1


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ