Ármann Örn í NSCAA liđi ársins fyrir frábćran námsárangur - 61 valdir af tćplega sjö ţúsund

Ármann Örn Gunnlaugsson er ađ gera góđa hluti í Ameríku en hann er í skólaliđi ársins (NSCAA Men's Soccer Scholar All-Region Team) fyrir frábćran

Ármann Örn
Ármann Örn

Ármann Örn Gunnlaugsson er að gera góða hluti í Ameríku en hann er í skólaliði ársins (NSCAA Men's Soccer Scholar All-Region Team) fyrir frábæran námsárangur í suður Bandaríkjunum en hann ásamt 61 öðrum leikmönnum voru heiðraðir, þar af sex frá hans skóla Birmingham-Southern College en í heildina voru þetta um 7000 leikmenn sem að komu til greina frá 300 skólum.

lidarsins

Á heimasíðu skólans segir: ...Gunnlaugsson is a midfielder with a 3.66 GPA in business; he scored three goals and recorded three assists for nine points in 2012. Ármann er með meðaleinkunina 9.15 eftir þrjár annir við skólann sem er flottur árangur en leikmenn þurfa að vera með yfir 8.5 í meðaleinkun til þess að komast í hópinn.

Ármann útskrifast í maí næstkomandi frá skólanum í Birmingham með BS í viðskiptafræði. Hann er samningsbundinn Völsungi og er spenntur fyrir komandi sumri.

,,Við erum komnir upp í fyrstu deild og spennandi tímabil framundan hjá okkur á Húsavík. Ég verð auðvitað með og reyni eins og allir aðrir leikmenn að komast í liðið og gera mitt besta. Tilhlökkunin er mikil," sagði Ármann Örn sem kom til landsins í gær til þess að njóta hátíðanna í faðmi Dóru og Gulla sem að tóku vel á móti stráknum sínum en ritstjóri hitti móðir hans fyrr í dag og var þessi elska ekkert nema brosið yfir heimkomu naggsins.

Græni Herinn óskar Ármanni til hamingju með árangurinn!

aog


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ