Fiskispa me ferskjum

tilefni af opnun ns veitingastaar hr Hsavk ar sem meal annars er boi upp fiskispu tla g a birta hr uppskrift sem g hef birt ur.

Frttir

Fiskispa me ferskjum
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 2198 - Athugasemdir (0)

Afi Olli, alltaf flottastur
Afi Olli, alltaf flottastur
Í tilefni af opnun nýs veitingastaðar hér á Húsavík þar sem meðal annars er boðið upp á fiskisúpu þá ætla ég að birta hér uppskrift sem ég hef birt áður. Það er nefnilega uppáhalds fiskisúpan mín og það sem gerir hana öðruvísi en aðrar fiskisúpur er sú staðreynd að í henni eru ferskjur. Já ferskjur. Það er alltaf gaman þegar nýir staðir opna hér á Húsavík og ég hlakka mjög til að fara og prófa matinn hjá þeim í Naustinu.


Þetta er fiskisúpa sem ég fékk fyrst hjá Ragnheiði systur og þakka ég henni kærlega fyrir að kynna mig fyrir þessari himneskju súpu. En þrátt fyrir að ég gefi ykkur hér (aftur) uppskrift að ómótstæðilegri fiskisúpu þá vil ég að sjálfsögðu að þið farið og prófið matinn í Nausti. Ég fagna ávallt nýjum veitingastöðum hér á Húsavík og við eigum að reyna vera dugleg að nýta okkur þá.

En hér kemur uppskriftin:


Fiskisúpa með karrý og ferskjum

1 stór laukur
2 hvítlauksrif
3 tsk karrý
1-2 dósir Hunt´s stewed Tomatoes
2 litlar dósir ferskjur með safa (brytjaðar)
3 dl vatn + 3 tsk súpukraftur
2 ½ dl rjómi
Salt og pipar
Smá olía til að hita laukinn
Rækjur og annar fiskur eftir smekk (t.d. lax, ýsa, skelfiskur)

Laukur, hvítlaukur og karrý er svissað á pönnu. Tómatar, ferskjur og ferskjusafinn, súpukraftur og rjómi er sett út í og látið malla í 20 mínútur. Gott er að láta krydd (t.d. season all) liggja á fiskinum um stund áður en hann er skorinn smátt og settur út í. Hann er bara látinn út í rétt í lokin og svo rækjurnar bara í blálokin áður en súpan er borin fram.
 
Það er að sjálfsögðu algjör snilld að hafa ískalt hvítvín og gott, nýbakað brauð með þessum uppskriftum og hér kemur uppskrift sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn. Hún er að óhemju góðu naanbrauði og kemur frá frú Katrínu Guðmundsdóttur - takk Katrín mín!


NAAN BRAUÐ
200ml volg mjólk
þurrger
2mts sykur

Þessu er blandað saman og látið bíða í 15 mín, eða þangað til það fer að "freyða".

600 gr hveiti
1 tsk salt
2tsk lyftiduft
2mts olía
1 dós hrein jógúrt eða súrmjólk (ég hef bara notað súrmjólkina)

Gerið litlar hringlaga kökur sem þið þrýstið á bökunarpappír, setjið Italian krydd á þær áður en þær fara inn í ofn. Bakið þær svo í ofni í 5 mín á 275 gráðum.

Bræðið smjör og kreystið mikinn (eða eftir smekk) hvítlauk út í og smyrjið á brauðið þegar það kemur út úr ofninum og stráið grófu salti á þær. Og njótið svo!

Ég vil taka það fram að þetta er svo gott brauð að maður getur léttilega bara haft það eintómt í matinn - og kannski smá hvítvín með.



Með von um betri tíð!

Engar umrur fundust fyrir essa frtt.

Skrifa athugasemd




captcha

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744