07. okt
Völsungar sópuðu að sér verðlaunum á uppgjörshátíð fótbolta.net um helginaÍþróttir - - Lestrar 522
Völsungskóngarnir okkar sópuðu upp öllum verðlaununum á Úrillu Górillunni í miðbæ Reykjavíkur um helgina er
vinsælasta knattspyrnuvefsíða landsins, fotbolti.net, veitti verðlaun fyrir afrek sumarsins í 1 og 2.deild 2012.
Völsungur á þrjá fulltrúa í liði ársins, besta þjálfarann, besta leikmanninn og efnilegasta leikmann deildarinnar.
Græni Herinn var að sjálfsögðu á staðnum og með því að smella á linkinn hér fyrir neðan er hægt að lesa allt
nánar um það en strákarnir eru búnir að taka þetta saman eftir hátíðina.
Völsungur hirti öll verðlaunin - Dejan & Dragan bestir, Hrannar efnilegastur og þrír í liði ársins