Ungir gönguskíðakapparÍþróttir - - Lestrar 512
Hermannsgangan, sem er hluti Íslandsgöngunnar, fór fram í Hlíðarfjalli um helgina og þar áttu Völsungar fimm keppendur en alls voru þeir þrjátíu og tveir.
Samhliða Íslandsgöngunni var boðið upp á 4 km. og 12 km. göngu.
Félagarnir Fannar Ingi Sigmarsson og Valur Snær Guðmundsson voru með yngstu keppendum en þeir gengu fjóra kílómetra og gekk Fannar Ingi þá á 26 mínútum og Valur Snær 32.
Fannar Ingi Sigmarsson, þar sem stundum er kvartað yfir að það vanti upplýsingar um ætterni manna hér á 640.is skal það upplýst að foreldrar hans eru Sigmar Ingólfsson og Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir.
Valur Snær Guðmundsson en hans foreldrar eru Guðmundur H. Halldórsson og Ruth Sigurðardóttir.
Þennan kappa þekkja nú flestir en fyrir þá örfáu sem ekki gera það þá er þetta Ásgeir Kristjánsson afi Fannars Inga.
Áhugasamir geta fræðst um Íslandsgönguna og úrslit hér
Meðfylgjandi myndir tók Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir.