Smári sigraði Páskamótið

Smári Sigurðsson vann sigur á páskákmóti Goðans í skák sem fram fór í gærkvöld. Smári leyfði jafntefli gegn Jakob bróður sínum en vann allar aðrar skákir

Smári sigraði Páskamótið
Íþróttir - - Lestrar 250

Allir með páskaegg og einn með bikar að auki.
Allir með páskaegg og einn með bikar að auki.

Smári Sigurðsson vann sigur á páskákmóti Goðans í skák sem fram fór í gærkvöld. Smári leyfði jafntefli gegn Jakob bróður sínum en vann allar aðrar skákir.

Smári vann því öruggan sigur með 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar ísleifsson varð í öðru sæti og Jakob Sævar í þriðja. Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki.

Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af heimasíðu Goðans eru fv. Hlynur, Rúnar, Smári, Snorri, Valur og Jakob Sævar. 




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744