Skokkamenn í MývatnsmaraþoniÍþróttir - - Lestrar 438
Hið árlega Mývatnsmaraþon var haldið um helgina og voru allar aðstæður eins og best verður á kosið, sólríkt, logn og góður hiti.
Hluti félaga úr Hlaupahópnum Skokka á Húsavík tóku þátt í hálfmaraþoninu. Árangur Skokkamanna var að venju góður, m.a. varð Arnar Guðmundsson annar, Jón Friðrik Einarsson þriðji og Heiðar fjórði.
Hlaupahópurinn Skokki hittist tvisvar í viku á Húsavík til að hlaupa saman. Vegalengdir og hraði er eins og hver og einn vill. Farið er frá Sundlauginni á laugardögum kl. 10:00 og þriðjudögum kl. 18:00. Áhugasamir hlauparar, byrjendur eða lengra komnir, eru velkomnir.
Arnar Guðmundsson, Ágúst Óskarsson, Jón Friðrik Einarsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Heiðar Hrafn Halldórsson úr hlaupahópnum Skokka tóku þátt í Mývatnsmaraþoninu. Lj. Gunnar Jóhannesson.