Skokkamenn í Mývatnsmaraþoni

Hið árlega Mývatnsmaraþon var haldið um helgina og voru allar aðstæður eins og best verður á kosið, sólríkt, logn og góður hiti.

Skokkamenn í Mývatnsmaraþoni
Íþróttir - - Lestrar 438

Frá Mývatnsmaraþoninu. Lj. Gunnar J.
Frá Mývatnsmaraþoninu. Lj. Gunnar J.

Hið árlega Mývatnsmaraþon var haldið um helgina og voru allar aðstæður eins og best verður á kosið, sólríkt, logn og góður hiti. 

Þátttakendur í hlaupinu voru um 100 í fjórum vegalengdum, 3 km., 10 km., hálfmaraþoni 21,1 km. og maraþoni 42,2 km..
 
Framkvæmd mótsins var með miklum sóma hjá heimamönnum og aðstoðarfólki. Í boði var rútuferð að rásmarki, hlaup í góðum hópi í frábæru umhverfi, hvíld og endurheimt í Jarðböðunum og grillveisla og verðlaunaafhending í lokin.

 

Hluti félaga úr Hlaupahópnum Skokka á Húsavík tóku þátt í hálfmaraþoninu. Árangur Skokkamanna var að venju góður, m.a. varð Arnar Guðmundsson annar, Jón Friðrik Einarsson þriðji og Heiðar fjórði.

Hlaupahópurinn Skokki hittist tvisvar í viku á Húsavík til að hlaupa saman. Vegalengdir og hraði er eins og hver og einn vill. Farið er frá Sundlauginni á laugardögum kl. 10:00 og þriðjudögum kl. 18:00. Áhugasamir hlauparar, byrjendur eða lengra komnir, eru velkomnir.

Team Skokki

Arnar Guðmundsson, Ágúst Óskarsson, Jón Friðrik Einarsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Heiðar Hrafn Halldórsson úr hlaupahópnum Skokka tóku þátt í Mývatnsmaraþoninu. Lj. Gunnar Jóhannesson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744