14. jún
Nýbakađur íslandsmeistari til liđs viđ GođannÍţróttir - - Lestrar 281
Þröstur Þórhallsson, stórmeistari og nýbakaður Íslandsmeistari í skák, hefur gengið til liðs við skákfélagið Goðann.
Vart þarf að orðlengja að félaginu er mikill akkur í liðsinni svo öflugs skákmeistara, ekki síst í ljósi þess að hin eitilharða A-sveit Goðans þreytir frumraun sína meðal bestu skáksveita landsins í 1. deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð.
"Okkur er í senn heiður og styrkur að komu Íslandsmeistarans
í okkar raðir og hlökkum til að njóta snilldar hans, reynslu ogþekkingar. Með inngöngu Þrastar í Goðann færumst við nær því markmiði að festa Goðann í sessi meðal fremstu
skákfélaga á landinu." ,er haft eftir Hermanni Aðalsteinssyni formanni
skákfélagsins Goðans á heimasíðu félagsins.
Sjá nánar á heimasíðu Goðans.
Sjá nánar á heimasíðu Goðans.