Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍÍþróttir - - Lestrar 345
Haukur Valtýsson frá Akureyri (Nesi í Fnjóskadal) var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem haldið var í Vík í Mýrdal um sl. helgi.
,,Á þessar stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér sýnt að stýra þessu stóru samtökum næstu tvö árin. Mér er falið ábyrðarfullt verkefni og mikilvægt að því sé sinnt vel. Ég reikna með að fá góða stjórn sem mun standa vel að baki formanni sem og allri hreyfingunni. Ég hlakka til starfsins og vinna með því góða fólki sem er í hreyfingunni,“ er haft eftir Hauk á vef UMFÍ, en hann hefur verið varaformaður UMFÍ sl. fjögur ár.
Eftirtaldir einstaklingar skipa aðalstjórn UMFÍ til næstu tveggja ára. Örn Guðnason, Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson (HSÞ).
Rétt kjörnir í varastjórn eru Sigurður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggvason, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétusson.
Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu UMFÍ.is

































































640.is á Facebook