Nautaynnusalat tlenskum stl a la Gunna mn

g er a sjlfsgu lngu komin heim fr London ar sem g tti dsamlega daga me vinkonum fr mismunandi heimslfum - en eins og a er n gaman alltaf

Nautaynnusalat tlenskum stl a la Gunna mn
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 815 - Athugasemdir (2)

 vlk dressing!
vlk dressing!

Ég er að sjálfsögðu löngu komin heim frá London þar sem ég átti dásamlega daga með vinkonum frá mismunandi heimsálfum - en eins og það er nú gaman alltaf að fara til útlanda, hitta góða vini og eiga með þeim skemmtilegar stundir, þá er bara ekkert sem jafnast á við það að koma heim í sæluna okkar!

Ég borðaði margt og mjög mikið í London og ætla að segja ykkur frá því við tækifæri en nú get ég bara ekki beðið lengur með að leyfa ykkur að njóta snilldarinnar sem hún Gunna mín besta hristi fram úr erminni handa mér eitthvert kvöldið í janúar - þetta er engu líkt og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þessa uppskrift sem allra fyrst!

Ég ætla að skella mér í bústað í Stykkishólm um helgina með góðum vinkonum og þar á meðal henni Gunnu og er ég að sjálfsögðu búin að panta þetta salat í matinn. Held að ég skelli mér í Viðbót á morgun og athugi hvort að þeir eigi ekki til gott kjöt handa okkur og svo tek ég auðvitað með mér grænmeti frá Hveravöllum ;)

Nautaþynnusalat í tælenskum stíl
Fyrir 2-3

Gunna segir að þetta sé svolítið tilraunakennd uppskrift sem hún hafi soðið saman úr nokkrum uppskriftum sem hún  hafi séð á netinu og í sjónvarpinu. Það má að sjálfsögðu alveg leika sér eitthvað með innihaldið í þessu, grænmetið og svona en þetta var samt svo gjörsamlega fullkomið að ég mæli með að þið prófið þetta svona fyrst og svo megið þið breyta eitthvað til næst þegar þið gerið þetta :) Ég gef eiginlega þá Gunnu orðið:

Dressing
1 chili
2-3 cm meðalþykk engiferrót
1 hvítlauksrif
1/2 dl Thai sweet chili sauce
1/2 dl Sojasósa
1/2 dl Extra virgin ólífuolía
1 msk Hunang
1 msk Sesamolía
1 lime
1-2 msk Sesamfræ

Salat
150-200gr gott, fullmeyrnað nautakjöt
200 gr dökkgræn salatblanda (rucola er eiginlega nauðsynlegt)
2-3 meðalstórar gulrætur
150gr (ca) Sugar snap baunir (Sætuhrökkbaunir)
Rauð paprika
1/2 meðalstór gúrka
Kóríander
Jarðaber, nokkur stk
Cashew-hnetur, handfylli
Sesamfræ, handfylli

Aðferð
Saxaðu engiferrótina og chilíið mjög smátt (fjarlægja fræin) og merjið eða saxið hvítlaukinn. Setið í skál og hellið chilisósunni, sojasósunni, sesamolíunni yfir og hrærið vel saman. Hrærið hunanginu við og safa úr heilum lime út í, ásamt sesamfræjunum. Hrærið olíunni síðast út í. Gott er að leyfa dressingunni að standa í einhverja stund til að fá góðan kraft úr chilíinu og engiferinu. Ath olían vill fljóta ofan á, hrærið því aðeins upp í dressingunni áður en þið notið hana.

Nuddið ca 1/3 af dressingunni á kjötið og leyfið að marinerast í 30-60 mín.

Skerið gulræturnar "Julianne", í langa mjóa strimla. Skerið gúrkuna í aflanga, frekar þunna bita og paprikuna í aflanga strimla. Jarðaberin sker ég niður í sneiðar (þannig að sneiðin verði nánast hjartalaga).
Blandið öllu salatinu saman í skál ásamt ca 2/3 af kóríanderbakkanum. Sugar snap baunirnar fara út í í heilu lagi. Grófsaxið cashew hneturnar og stráið yfir salatið ásamt sesamfræjunum. Vætið aðeins í salatinu með ca 2 msk af dressingunni.

Steikið kjötið á pönnu eftir smekk – mér finnst það best þegar það er töluvert bleikt í miðjunni.
Þegar kjötið er steikt er það sneitt í þunnar sneiðar og sett ofan á salatið. Stráið þá afgangnum af kóríanderinu yfir.

Berið fram með restinni af dressingunni, og góðu rauðvíni. Einnig má bera fram með hrísgrjónum eða brauði.

Bon appetit!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744