Lundaveislan hans Himma

ar sem mig dreymir um lundaveisluna hans Himma statt og stugt um essar mundir kva g a birta aftur pistilinn san fyrra og hr kemur hann.

Lundaveislan hans Himma
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 833 - Athugasemdir (0)

Þar sem mig dreymir um lundaveisluna hans Himma statt og stöðugt um þessar mundir þá ákvað ég að birta aftur pistilinn síðan í fyrra og hér kemur hann.


Einhverntímann í haust kom upp sú hugmynd hjá okkur systkinum og fleirum að fá lundaveiðimann Húsavíkur, hann Hilmar Val Gunnarsson, til þess að koma og halda okkur allsherjar lundaveislu. Himmi tók að sjálfsögðu mjög svo vel í þetta og þann 2. október síðastliðinn var slegið upp heljarinnar snilldar lundaveislu í góðu húsi hér í bæ. Þar sem við borðuðum svo óhemju mikið og allt var svo rosalega gott þá bara verður þetta að vera frekar langur pistill.

Í forrétt kom Himmi með snittur með heitreyktum lunda og einnig skárum við heitreyktar bringurnar niður í þunnar sneiðar, settum þær ofan á smá salat og toppuðum svo með bláberjarjóma. Þetta var guðdómlega gott og heitreykingarofn ætti nú bara að vera skyldueign á hverju heimili. Þeir bræður, Himmi og Jói, eiga einn slíkan og ætla ég að leyfa Himma að eiga orðið hér þar sem hann lýsir hvernig heitreykja skuli lundann.

“Best að taka það fram strax að það er nánast nauðsynlegt að hafa dökkan Kalda við hendina áður en ráðist er í aðgerðina. Einnig er gott er að eiga þartilgerðan heitreykingarofn sem í raun er engin völundarsmíð. Ósköp venjulegur aflangur pottur sem inniheldur tvær grindur. Í botninn á ofninum er svo ætlast til þess að dreift sé slatta af sagi og kveikt undir í tveimur rauðsprittsfylltum bollum sem ofninn er svo lagður ofan á. Það fylgdi eitthvað spes sag með ofninum en það er löngu búið þannig að í þetta skiptið notuðum við bræður niðurskorna birkihríslu úr garðinum hjá Rikku Bald í bland við flusið af birkinu. Þegar búið er að kveikja undir saginu og loka pottinum er gott að gefa þessu dálítinn tíma svo almennilegur reykur og hiti komist í pottinn, ég man nú ekkert hvað það tekur langan tíma en mig minnir að það sé ca. einn dökkur Kaldi. Nú, þegar nægur reykur hefur myndast er næsta verk að opna kvikindið og skella lundabringunum (sem búið er að skera af skipinu og láta liggja í salti í slatta tíma áður en það er svo skolað af) ofan á grindina og loka aftur. Svo er bara beðið. Í þessari bið kristallast mikilvægi dökka Kaldans. Við bræður skellum skeiðklukku í gang þegar við setjum lokið á og ágætt er að miða við að lundinn þurfi að vera ca 5-6 mínútur í reyknum. Þetta er reyndar pínu smekksatriði og því ágætt að taka statusinn á honum eftir þennan tíma og þá er hægt að snúa honum við og leyfa að vera aðeins lengur ef menn vilja fá mikið bragð af honum. Þegar lundinn er tekinn af er mikilvægt að láta hann standa í a.m.k. 15-20 mínútur til að lofa honum að jafna sig greyinu. Best er að láta hann standa og kólna alveg áður hann er skorinn í mjög þunnar sneiðar. Ath. það er hægt að klúðra þessari einföldu aðgerð ef maður er með of mikið af dökkum Kalda, hef komist að því persónulega.”

 
Himmasnittur með heitreyktri lundabringu - algjör snilld!

 
Heitreyktur lundi með bláberjarjóma - það gerist ekki mikið betra en þetta!

Steiktar lundabringur að hætti Hilmars Vals
- við hefðum auðveldlega getað boðið um 100 manns í mat miðað við magnið hans Himma, þannig að ég leyfi ykkur bara að ákveða sjálf hvað þið viljið hafa margar bringur á mann.

Himmi segir að þetta sé gjörsamlega hálfvitaheld aðgerð þar sem hann segist vera afleitur í eldhúsinu, ég held reyndar að hann sé bara að ljúga því þar sem annað sannaðist nú aldeilis þetta kvöld. Hann segist alla jafna ekki láta bringurnar liggja í einhverjum legi áður en hann eldi þær en gæti þó trúað að myndi ekki skemma neitt fyrir. Þessar bringur voru sem sagt ekki búnar að liggja í neinum legi  áður en þær voru eldaðar. Alls ekki vera hrædd við smjörið segir Himmi og byrjaði hann á því að setja slatta af smjöri á pönnu ásamt smá dassi af olíu. Þegar það var farið að hitna all verulega þá bætti hann slatta af niðurskornum rauðlauk út í og smá slettu af bláberjasultu. Þegar þetta var búið að malla í smá stund setti hann bringurnar út á og leyfði þeim að liggja þar í ca 3 mínútur og snéri þeim þá við og hafði þær í ca 2 mínútur á hinni hliðinni. Þetta er kannski ekki heilög tímasetning en við Himmi erum mjög sammála um að það skuli alls ekki hafa þær of lengi því ofeldað og þurrt fuglakjöt, sem og flest annað kjöt, er bara einfaldlega mjög vont.


 
Hilmar Valur Gunnarsson; ekkert smá sætur í eldhúsinu!

 

Lundasósa a la Himmi
1 box sveppir
Smjörklípa
1 matreiðslurjómi
1 villisveppaostur
Smá rifsberjahlaup
Kjötkraftur

Þetta er mjög einföld sósa og eru sveppirnir bara steiktir upp úr smjöri og rjómanum svo hellt út í. Villisveppaosturinn er svo látinn bráðna út í og mjög gott er að setja kjötkraft og rifsberjahlaup út í eftir smekk - et voilá!


Ég var nýbúin að kaupa nýjasta Gestgjafann þarna, sem var einmitt villibráðablaðið, og höfðum við allt meðlætið með bringunum upp úr því blaði og það var allt mjög gott svo ég mæli hiklaust með þessu öllu saman.
 
 
Kartöflustappa - Gestgjafinn, 12 tbl. 2010 bls. 59
fyrir 6
1 kg kartöflur – gjarnan venjulegar og sætar kartöflur blandað saman
150 g beikon, smátt saxað
1 búnt vorlaukur, sneiddur
3 msk smjör
Salt og pipar

Afhýðið kartöflur, skerið í grófa bita og sjóðið í saltvatni þar til þær eru orðnar mjúkar. Steikið beikon og lauk í sitt hvoru lagi. Hellið kartöflum í sigti og látið renna vel af þeim Setjið þær í skál ásamt smjöri og merjið þær gróft. Blandið beikoni og lauk saman við. Smakkið til með salti og pipar og setjið í skál eða fat.

Waldorfsalat - Gestgjafinn, 12 tbl. 2010 bls. 60
fyrir 6
2 græn epli – afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita
1 sellerístöngull, smátt saxaður
1 dl sýrður rjómi
1 dl rjómi – þeyttur
2-3 msk majónes
1 tsk sítrónusafi
40 g valhnetur, gróft saxaðar
Salt og pipar

Blandið öllu saman og geymið í kæli þar til á að bera fram, smakkið til með salti og pipar. Best er að laga salatið samdægurs.


Berjasoðnar perur - Gestgjafinn, 12 tbl. 2010 bls. 40
4 perur, skrældar og kjarnhreinsaðar
1 poki blönduð, frosin ber
1 dl berjasulta
1 dl rauðvín eða portvín
½ dl balsamedik
 
Lundi að hætti Himma - orð geta eiginlega ekki lýst hversu gott þetta var!



Að sjálfsögðu vorum við alls ekki hætt eftir allt þetta, þótt nokkuð södd værum samt orðin. Í eftirrétt var skellt í bláberjaskyrmús og klikkaði hún ekki frekar en annað þetta kvöld.

Bláberjaskyrmús - Gestgjafinn, 12 tbl. 2010 bls. 55
Fyrir 8
500 g skyr
3-4 msk sykur
1 tsk vanillusykur
2 ½ dl rjómi, léttþeyttur
200 g bláber, fersk eða frosin

Hrærið skyr og báðar tegundir sykri saman. Bætið þeyttum rjóma út í ásamt bláberjum og blandið varlega saman.

Bláberjasósa
100-150 g bláber, fersk eða frosin
3 msk sykur
1 dl berjasaft
1 kanilstöng, má sleppa

Setjið allt sem fer í sósuna í pott og sjóðið saman í 3-4 mínútur. Kælið.

8-10 stk kanilkex, mulið
Nokkur ber til skrauts

Setjið mulið kex á diskana miðja. Mótið kúlur úr skyrblöndunni með ísskeið eð mótið þær með tveimur skeiðum. Setjið skyrkúlu ofan á kexið, setjið sósuna í kring og skreytið með beri.
Ég vil fyrir hönd okkar allra sem vorum svo heppin að vera þarna,
sem og 640.is ,
þakka Himma alveg kærlega fyrir frábæra kvöldstund 
og meiriháttar góðan mat.

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744