Lasagna me kjklingi og kkoskarr

g hef veri hljltum mtmlum sustu vikur og hafa au n bori rangur; g hef fengi minn eigin hnapp ea hva sem etta kallast hr fyrir ofan og

Lasagna me kjklingi og kkoskarr
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 748 - Athugasemdir (0)

Ég hef verið í hljóðlátum mótmælum síðustu vikur og hafa þau nú borið árangur; ég hef fengið minn eigin hnapp eða hvað sem þetta kallast hér fyrir ofan og nú er aftur hægt að skoða allar uppskriftir sem birtar hafa verið hér á síðunni. Segið svo að maður hafi ekki lært neitt með því að búa á Ítalíu!

En já ég er hæstánægð með þessa nýjung og finnst hún vel við hæfi nú þegar "sötrað og snætt" er orðið tveggja ára en dálkurinn og síðan áttu einmitt afmæli í síðustu viku. Við vefstjórinn erum hinsvegar orðin svo gömul að við erum hætt að muna svona merkisviðburði. Við vonandi munum þó engu að síður halda upp á þetta með góðum mat við tækifæri en fyrst þarf ég að skella mér til London í frí og skemmtilegheit. Þar mun ég svo sannarlega fórna mér í rannsóknarvinnu fyrir dálkinn og vonandi deila með ykkur girnilegum uppskriftum og matarsögum sem fyrst eftir að ég kem heim. En nú er það girnileg uppskrift sem ég stal af vefnum vinotek.is og hér kemur hún.

LASAGNA MEÐ KJÚKLINGI OG KÓKOSKARRÝ

Kókoskarrýsósa:

  • 5 dl kjúklingasoð
  • 1 stór dós Coconut Milk
  • 1 msk karrý
  • 1 tsk sinnepsduft
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • salt

Kjúklingurinn

  • 400 g kjúklingur, beinlaus, t.d bringur eða læri
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 3 sellerístönglar, saxaðir
  • 2 paprikur, skornar í litla bita
  • 4 vorlaukar, saxaðir
  • 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 lúka ferskt marjoram eða óreganó, saxað
  • 200 g rifinn ostur
  • salt

Þessu til viðbótar þarf um 16 lasagnaplötur. Best er að nota ferskt pasta. Ef notað er þurrkað pasta er gott að forsjóða plöturnar til að mýkja þær.

Hellið kjúklingasoði og kókosmjólk í pott, hitið upp að suðu og látið malla á vægum hita í 10-15 mínútur. Blandið þá kryddunum saman við og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Bragðið til með salti.

Skerið kjúklinginn í bita. Hitið olíu á pönnu. Mýkið lauk, vorlauk, sellerí hvítlauk og papriku í olíunni á miðlungshita í um 10 mínútur. Bætið þá kjúklingnum og marjoram/óreganó saman við. Haldið áfram að steikja þar til búið er að brúna kjúklinginn. Saltið og piprið.

Þekjið botninn lasagnamóti með sósu. Raðið lasagnaplötum yfir og síðan lagi af kjúklingablöndunni, hellið sósu yfir og sáldrið osti yfir. Haldið svona áfram koll af kolli þar til búið er að byggja upp þrjú lög. Sáldrið vel af osti yfir í lokinn.

Setjið álpappír yfir og bakið við 200 gráður í 30 mínútur. Takið þá álpappírinn af bakið áfram í 10-15 mínútur. Breið strax fram með fersku salati.

Verði ykkur að góðu!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744