Hebupizza me kjklingi og rjmaosti

N er aldeilis fari a styttast Sail Hsavk og Mrudagana og v ansi hreint spennandi tmar framundan hrna slunni okkar. Hr ba okkar gar

Hebupizza me kjklingi og rjmaosti
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1109 - Athugasemdir (0)

Nú er aldeilis farið að styttast í Sail Húsavík og Mærudagana og því ansi hreint spennandi tímar framundan hérna í sælunni okkar. Hér bíða okkar góðar stundir með landsþekktum tónlistarmönnum, ýmisskonar námskeiðum og menningarviðburðum og svo skulum ekki gleyma öllum matnum sem bætist hér við matarflóruna okkar - ég hlakka mjög til að búa á Húsavík næstu vikurnar og það verður ekki leiðinlegt að fá vini og vandamenn í heimsókn.



Hún Anna Heba systir mín er snillingur í eldhúsinu, bæði kokkar og bakar af guðs náð og nú ætla ég að deila einni snilldinni hennar með ykkur. Þetta er reyndar eins einfalt og hægt er en það er nú bara ansi oft þannig með góðu hlutina, alveg að óþarfi að vera flækja þá eitthvað.

  
Þetta er kjúklingapizza sem hefur slegið í gegn hjá okkur systrum og venslafólki og hér kemur uppskriftin:

KJÚKLINGAPIZZA

fyrir ca  3-4

1 tilbúið pizzadeig (má auðvitað líka gera sitt eigið – við nenntum því ekki)

1 kjúklingabringa

Pizzasósa frá Bónus (rosalega góð)

Rauð eða græn paprika

Rauðlaukur

Rjómaostur

Rifinn pizzaostur (eða hvaða ostur sem þið viljið nota yfir)

 

 

Skerið kjúklingabringuna niður í bita, steikið á pönnu með því kryddi sem þið eigið til í skápnum og passar vel við kjúkling – til dæmis kjúklingakrydd og sítrónupipar. Smyrjið sósunni á deigið og raðið grænmetinu, kjúklingnum og rjómaostinum ofan á og stráið svo pizzuostinum yfir. Bakið í ofni í um 20 mínútur við 200°. Anna Heba á rosalega góðan pizzuofn sem ég hef talað um áður en hún hefur hingað til bara gert þessa pizzu í venjulegum bakarofni og það bara virkar svo vel. Ég er ekkert að setja magn af hráefninu hér með í uppskriftina því þetta er flest eitthvað sem hver og einn getur haft eftir sínum smekk.

Ég mæli með að þið prófið þessa og ef það er afgangur þá get ég svo sannarlega lofað ykkur því að hún er ekkert verri daginn eftir!

 


Gott vín og góð olía er að sjálfsögðu nauðsynlegt meðlæti!




Kristel Eva er mjög hrifin af þessari pizzu

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744