Gourmet hamborgari me hrskinku og lrperumauki

g var bin a plana vlkan hollustupistil fyrir daginn dag, var meira a segja bin a taka bk bkasafninu og allt. En svo kom Gestgjafinn

Gourmet hamborgari me hrskinku og lrperumauki
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 791 - Athugasemdir (0)

Bttaborgari er sko gourmet!
Bttaborgari er sko gourmet!
Ég var búin að plana þvílíkan hollustupistil fyrir daginn í dag, var meira að segja búin að taka bók í bókasafninu og allt. En svo kom Gestgjafinn í síðustu viku, eins og ég var búin að nefna hér áður, og öll hollustuplön hurfu eins og dögg fyrir sólu. Í honum er nefnilega uppskrift að þessum líka girnilega hamborgara og ég bara verð að deila henni með ykkur. Ég veit ekki hvort að hann sé endilega fyrir karlmenn, eða alltsvo að karlmenn séu fyrir hann, en ég er alveg pottþétt á að konur munu fíla hann. Hvernig er ekki hægt að falla fyrir einhverju sem inniheldur hráskinku og avocado?! Fyrir mér er það allavegana hin fullkomna blanda og það er örugglega ekkert verra að skella því á hamborgara en hvað annað.


Ætli ég komi ekki bara seinna með einhverja hollustu uppskrift, kannski bara í haust - nú bara verður það að vera borgarinn og hér kemur uppskriftin:

Grillaður nautaborgari með parmaskinku, osti, lárperusalsa og tómatsalsa -
Gestgjafinn, 6.tbl. 2011, bls. 62

fyrir 4

4 msk olía
4 x 140 g nautahamborgarar (helst úr Viðbót auðvitað)
1 msk chili-flögur
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk kummin
1 msk óreganó
1 msk Maldon-salt
4 sneiðar parmaskinka
4 ostsneiðar
tómatsalsa - sjá uppskrift
lárperusalsa - sjá uppskrift
salat
4 hamborgarabrauð

Penslið hamborgarana með olíu og kryddið með chili-flögum, hvítlauk, kummin, óreganó og salti. Grillið á vel heitu grilli í 2-3 mínútur og á hvorri hlið. Hitið hamborgarabrauð á grillinu. Leggið lárperusalsa á borgarana, síðan á parmaskinku og ost og síðast efra brauðið. Setjið salat á neðra brauðið og dreifið tómatsalsa þar ofan á. Leggið borgarana ofan á neðra brauðið og berið fram með til dæmis grilluðum kartöflum.


Tómatsalsa - Gestgjafinn, 6 tbl. 2011, bls. 20

2 kjöttómatar, skornir í litla teninga
1 laukur, skorinn í litla teninga
1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk kóríander, smátt saxað
1 msk óreganó
2 msk sítrónufsafi
2 msk olía
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel

Lárperusalsa - Gestgjafinn, 6. tbl. 2011, bls. 21

2 lárperur, hýðis - og steinlausar, skornar í bita
1 laukur, skorinn í bita
1 tómatur, skorinn í bita
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
3 msk kóríander, smátt saxað
2 msk límónusafi
2 msk olía
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.


Lárperusalsað/guacamole er gott með svo til öllu!

Nú eru aldeilis spennandi tímar framundan og ég ræð mér ekki fyrir kæti þar sem það bíða mín heilir þrír mánuðir og meira til þar sem ég get valið um að fara á Gentle Café, Sölku, Skuld, Gamla Bauk, Heiðarbæ, Fish&Chips og margt margt fleira. Gósentíð nautnaseggja er framundan - njótið vel!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744