Völsungur vann KA eftir oddahrinu

Völsungur fékk KA í heimsókn í Mizunodeild kvenna í gærkveldi og var um hörkuspennandi viðureign að ræða.

Völsungur vann KA eftir oddahrinu
Íþróttir - - Lestrar 477

Völsungur fékk KA í heimsókn í Mizunodeild kvenna í gærkveldi og var um hörkuspennandi viðureign að ræða.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn Þrótti Reykjavík í 5.-7. sæti deildarinnar með 5 stig. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð svo sannarlega raunin.

Leikurinn hófst mjög jafnt þar sem liðin skiptust á að skora stig þar til KA komst yfir í stöðunni 9-13. Þá þótti Völsungi nóg komið og skoruðu 9 af næstu 10 stigum og leiddu 18-14. KA komst ekki almennilega inn í hrinuna aftur og lauk henni með 25-21 sigri Völsungs.

Önnur hrina var KA kvenna alveg frá fyrstu stigunum. Völsungur skoraði fyrsta stig hrinunnar en það dugði skammt þar sem KA skoraði næstu fimm. Þetta forskot lét KA aldrei af hendi og bætti bara í eftir því sem á leið hrinuna. Hrinunni lauk með 16-25 sigri KA og staðan því orðin 1-1.

Þriðja hrinan var töluvert jafnari framan af en sú önnur. Um miðja hrinu sótti Völsungur hins vegar í sig veðrið og komst vel fram úr KA. Þennan mun náði KA ekki að minnka og lauk hrinunni með 25-18 sigri Völsungs.

Sagan var svipuð í fjórðu hrinu þar sem liðin skiptust á að skora þar til um miðbik hrinunnar. Öfugt við fjórðu hrinu náðu KA í nokkur stig og sigu fram úr Völsungi. Hrinunni lauk með 25-19 sigri KA og oddahrina því raunin.

Oddahrinan var gríðarlega spennandi. Liðin voru jöfn til að byrja með en Völsungur seig fram úr og komst í stöðuna 13-9. Allt leit út fyrir að þær myndu klára leikinn en KA voru ekki sammála þar sem þær skoruðu næstu 4 stig og jöfnuðu. Enn var jafnt í stöðunni 15-15 en Völsungur skoraði síðustu tvö stigin og vann hrinuna því 17-15 og leikinn þar með 3-2.

Stigahæst í liði Völsungs var Sladjana Smiljanic með 20 stig og stigahæst í liði KA var María Díaz Perez með 22.

blakfrettir.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744