Völsungur vann KA eftir oddahrinu

Völsungur fékk KA í heimsókn í Mizunodeild kvenna í gćrkveldi og var um hörkuspennandi viđureign ađ rćđa.

Völsungur vann KA eftir oddahrinu
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 130 - Athugasemdir (0)

Völsungur fékk KA í heimsókn í Mizunodeild kvenna í gćrkveldi og var um hörkuspennandi viđureign ađ rćđa.

Fyrir leikinn voru liđin jöfn Ţrótti Reykjavík í 5.-7. sćti deildarinnar međ 5 stig. Ţađ mátti ţví búast viđ hörkuleik og sú varđ svo sannarlega raunin.

Leikurinn hófst mjög jafnt ţar sem liđin skiptust á ađ skora stig ţar til KA komst yfir í stöđunni 9-13. Ţá ţótti Völsungi nóg komiđ og skoruđu 9 af nćstu 10 stigum og leiddu 18-14. KA komst ekki almennilega inn í hrinuna aftur og lauk henni međ 25-21 sigri Völsungs.

Önnur hrina var KA kvenna alveg frá fyrstu stigunum. Völsungur skorađi fyrsta stig hrinunnar en ţađ dugđi skammt ţar sem KA skorađi nćstu fimm. Ţetta forskot lét KA aldrei af hendi og bćtti bara í eftir ţví sem á leiđ hrinuna. Hrinunni lauk međ 16-25 sigri KA og stađan ţví orđin 1-1.

Ţriđja hrinan var töluvert jafnari framan af en sú önnur. Um miđja hrinu sótti Völsungur hins vegar í sig veđriđ og komst vel fram úr KA. Ţennan mun náđi KA ekki ađ minnka og lauk hrinunni međ 25-18 sigri Völsungs.

Sagan var svipuđ í fjórđu hrinu ţar sem liđin skiptust á ađ skora ţar til um miđbik hrinunnar. Öfugt viđ fjórđu hrinu náđu KA í nokkur stig og sigu fram úr Völsungi. Hrinunni lauk međ 25-19 sigri KA og oddahrina ţví raunin.

Oddahrinan var gríđarlega spennandi. Liđin voru jöfn til ađ byrja međ en Völsungur seig fram úr og komst í stöđuna 13-9. Allt leit út fyrir ađ ţćr myndu klára leikinn en KA voru ekki sammála ţar sem ţćr skoruđu nćstu 4 stig og jöfnuđu. Enn var jafnt í stöđunni 15-15 en Völsungur skorađi síđustu tvö stigin og vann hrinuna ţví 17-15 og leikinn ţar međ 3-2.

Stigahćst í liđi Völsungs var Sladjana Smiljanic međ 20 stig og stigahćst í liđi KA var María Díaz Perez međ 22.

blakfrettir.is


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744