Völsungur sigraði Þrótt R í Mizunodeildinn

Völsungur tók á móti Þrótti Reykjavík í gær í Mizunodeild kvenna í blaki.

Völsungur sigraði Þrótt R í Mizunodeildinn
Íþróttir - - Lestrar 547

Ashley Boursiquot og Rut Gomez.
Ashley Boursiquot og Rut Gomez.

Völsungur tók á móti Þrótti Reykjavík í gær í Mizunodeild kvenna í blaki.

Á Blakfréttir.is segir að heimakonur hafi byrjað leikinn betur og náð forskoti í byrjun fyrstu hrinu sem þær létu ekki af hendi með sterkum sóknarleik sem Þróttarar réðu ekki við og unnu hrinuna 25-20.

Í annarri hrinu snérust leikar við þegar Þróttarar voru með forskotið eftir að jafnt var í 4-4. Í stöðunni 18-15 fyrir Þrótt fór uppspilari þeirra Tinna Sif Arnarsdóttir meidd af velli. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig fyrir Þrótt og fékk Völsungur næstu 5 stig með góðum uppgjöfum frá Þórunni Harðardóttur og komst í 20-18. Þróttarar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokinn og jöfnuðu 23-23, en það dugði ekki til og Völsungur kláraði hrinuna 25-23 eftir tvær sterkar blokkir frá Rut Gomez.

Þriðja hrina spilaðist líkt og sú fyrsta þegar Völsungur náði forystu í upphafi hrinunnar sem heimakonur héldu út í gegn og unnu hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.

Hin unga og efnilega Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, 13 ára, spilaði allan leikinn fyrir Völsung á kantinum og stóð sig með prýði. Stigahæstar í liði Völsungs voru Rut Gomez með 21 stig og Ashley Boursiquot með 14. Eldey Hrafnsdóttir var stigahæst Þróttara með 10 stig og Katrín Sara Reyes var með 6.

Eftir leikinn er Völsungur í 3. sæti Mizuno deildarinnar með 7 stig og Þróttarar í 6. sæti án stiga.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744