Völsungur sigraði Selfoss

Völsungar fengi lið Selfoss í heimsókn í dag en liðin berjast í toppbaráttu 2. deildar eins og mörg önnur lið.

Völsungur sigraði Selfoss
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 409

Stefán Óli Hallgrímsson átti stórleik í dag.
Stefán Óli Hallgrímsson átti stórleik í dag.

Völsungar fengi lið Selfoss í heimsókn í dag en liðin berjast í toppbaráttu 2. deildar eins og mörg önnur lið.

Þetta var hörkuleikur frá uppahafi en það voru Völsungar sem náðu forystunni þegar Ásgeir Kristjánsson skoraði eftir tæplega hálftíma leik.

Þannig var staðan í hálfleik en þegar tæplega stundarfjórðungur var búinn að síðari hálfleik tvöfaldaði Sverrir Páll Hjaltested forystu heimamanna. 

Gestirni minnkuðu muninn skömmu síðar með marki Hrvoje Tokic og staðan 2-1. Og þannig fór leikurinn og liðin deila 3-4 sæti 2. deildar með 17 stig.

Leiknir F er á toppi deildarinnar með 21 stig g Vestri í öðru sæti með 18 stig.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744