Völsungur mætir Aftureldingu í úrslitum B-deildar Lengjubikarsins

Völsungur er kominn í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins eftir sigur gegn Gróttu í vítaspyrnukeppni og mæta Aftureldingu.

Alexander skoraði úr síðustu vítaspyrnu Völsungs.
Alexander skoraði úr síðustu vítaspyrnu Völsungs.

Völsungur er kominn í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins eftir sigur gegn Gróttu í vítaspyrnukeppni og mæta Aftureldingu.

Völsungur og Grótta léku í gær í Boganum og staðan var markalaus í fyrri hálfleik.

Elvar Baldvinsson kom Húsvíkingum yfir snemma í síðari hálfleik en Gróttumenn jöfnuðu skömmu síðar. Völsungur komst aftur yfir og virtist ætla að tryggja sér sigurinn með marki frá Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni á 86. mínútu. 

En það dugði skammt því Óliver Dagur Thorlacius jafnaði fyrir Gróttu undir lokin og blásið var til vítaspyrnukeppni. 

Bæði lið skoruðu úr fyrstu átta spyrnunum sínum og klúðruðu þeirri níundu. Það var ekki fyrr en eftir elleftu umferð vítaspyrnukeppninnar sem úrslitin réðust. Alexander Gunnar Jónasson markvörður skoraði úr síðustu spyrnu Völsungs og varði svo frá markmanni Gróttu og tryggði Völsungi sigur. 

Völsungur mætir sem fyrr segir Aftureldingu sem vann Kára frá Akranesi 5-3 í kvöld.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744