Völsungur leikur opnunarleikinn í Kjarnafæðismótinu

Á morgun hefst Kjarnafæðimótið í knattspyrnu og munu Völsungar leika opnunarleik mótsins gegn Leikni F. kl.21:00 í Boganum.

Jói fer með strákana í Bogann.
Jói fer með strákana í Bogann.

Á morgun hefst Kjarnafæðimótið í knattspyrnu og munu Völsungar leika opnunarleik mótsins gegn Leikni F. kl.21:00 í Boganum.

Kjarnafæðimótið er æfingamót fyrir liðin á norður- og austurlandi í meistarflokki karla.

Mótið er með breyttu sniði þetta árið en núna verður spilað í tveimur deildum eftir styrkleika liðanna, en ekki í riðlum og verður því engin úrslitakeppni.

Völsungar hafa einu sinni unnið mótið en það var árið 2010. Við hvetjum alla til að kíkja í Bogann og sjá Völsunga spila.

Leikir Völsungs í mótinu:
5. jan-kl 21:00 Leiknir F – Völsungur
13. jan-kl 15:00 KA - Völsungur
21. jan-kl 16:00 Þór - Völsungur
28. jan-kl 16:00 Tindastóll - Völsungur
4. feb-kl 14:00 Völsungur - Magni

Nánari upplýsingar um mótið er að finna vefsíðu KDN, www.kdn.is. Þar verður einnig að finna umfjöllun um leikina, úrslit og fleira tengt mótinu. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744