Völsungur harmar viđbrögđ KSÍ

Knattspyrnudeild Völsungs hefur sent frá sér ađra yfirlýsingu vegna eftirmála leiks gegn Hugin frá Seyđisfirđi í 2. deildinni.

Völsungur harmar viđbrögđ KSÍ
Fréttatilkynning - - Lestrar 552

Knattspyrnudeild Völsungs hefur sent frá sér ađra yfirlýsingu vegna eftirmála leiks gegn Hugin frá Seyđisfirđi í 2. deildinni. 

Hér ađ neđan má sjá yfirlýsingu Völsungs:

Völsungur harmar viđbrögđ KSÍ

Í kjölfar yfirlýsingar okkar í Völsungi, símhringinga úr höfuđstöđvum KSÍ í kjölfariđ ţar sem viđ erum úthrópađir og nú síđast hreint og klárt hótunarbréf frá KSI ţar sem okkur er gefin vika í ađ bera hönd fyrir höfuđ okkar, viljum viđ árétta ađ enginn frá Völsungi er ađ ráđast persónulega á einn eđa neinn.

Dómari leiksins gerir vissulega mistökin og ţađ er leitt. Viđ sárvorkennum honum ađ vinnuveitendur hans hjá sambandinu hafi ekki stutt hann og ađstođađ betur í kjölfar umrćddra grundvallarmistaka. Auđvitađ bar honum ađ skila inn skýrslunni eins og hann dćmdi leikinn. Annađ er ólöglegt. Nú fćr Völsungur tölvupóst á mánudeginum eftir leikinn um ađ skrifstofa KSÍ hafi í samráđi viđ dómarann skráđ skýrsluna vitlaust. Ađ Freyţór Hrafn Harđarson, leikmađur Völsungs, hafi bara fengiđ gult en ekki rautt.

Freyţór Hrafn Harđarson var rekinn út af á Seyđisfirđi ranglega og um ţađ verđur ekki deilt. Allir eru sammála um ţađ. Bćđi liđ, dómarar, eftirlitsdómari og KSÍ. Völsungur ţurfti ađ leika hluta leiksins einum fćrri. Á ţeim tíma skorar Huginn sigurmark. Tölvupóstur á mánudegi breytir engu ţar um ţó einhverjir á skrifstofu KSÍ telji sig vera ađ gera einhverjum greiđa međ ađ skrá leikskýrsluna vísvitandivitlaust til ađ „hjálpa Völsungi“ svo leikmađurinn fari ekki í bann. Skađinn var skeđur.

Mega allir á skrifstofu KSÍ hafa áhrif á ţađ hvernig leikskýrslur eru skráđar?

Á ţeim sólarhring sem leiđ frá leiknum og ţangađ til skýrslan var sett inn af dómara leiksins hefđi KSÍ getađ ađstođađ dómarann viđ ađ gera ţađ sem rétt er. Senda inn skýrsluna af leiknum eins og hann var dćmdur. Senda svo međ aukaskýrslu um leiđréttingu ef mistök voru augljóslega gerđ og ađ dómari vildi ekki ađ leikmađurinn fengi leikbann. Bara ekki breyta leikskýrslunni ţví ţađ er bannađ!

Ekkert af ţessu var gert og ţví fór sem fór. Í ţrjár vikur beiđ Völsungur eftir ţví ađ KSÍ myndi vinna úr ţessum leiđu mistökum og leiđrétta ţađ sem ranglega var gert. Niđurstađa aga-og úrskurđarnefndar var í takt viđ önnur vinnubrögđ í ţessu máli. Viđbrögđ KSÍ viđ fréttatilkynningunni eru í takt viđ nánast einu samskiptin sem hafa fariđ fram milli KSÍ og Völsungs á ţessum ţremur vikum. KSÍ gerir Völsungađ „vonda kallinum“ í málinu og skammar nú félagiđ fyrir ađ „ráđast á ungan dómara í fjölmiđlum međ svívirđingum“. Starfsmađur skrifstofu KSÍ hefur hringt í forsvarsmann Völsungs og beinlínis hrópađ í símann ađ viđ séum lygarar og aldrei hafi nokkurt félag tekiđ dómara af lífi opinberlega jafn svívirđilega. Hér eru eđlilega flestir orđlausir.

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Völsungs ítreka ţví hér međ ađ persóna Helga, dómara leiksins hefur á engan hátt neitt međ máliđ ađ gera. Hér er ekki veriđ ađ ráđast gegn honum sem persónu. Allt tal í ţá áttina úr höfuđstöđvum KSÍ verđur ţví vísađ rakleiđis aftur til föđurhúsanna ţví sambandiđ hefur haft nógan tíma til ađ standa međ sínum dómara og ađstođa viđ ađ leiđrétta grundvallarmistök.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar Völsungs Haukur Eiđsson


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744