Dreifðu ríflega 1300 kg. af áburði og fræjum í Kinnarfellið.

Allt frá því að aurskriðurnar féllu í Kinnarfelli snemmsumars 2013 hafa landeigendur unnið að uppgræðslu.

Glaðbeittir Völsungar í hlíðum Kinnarfells.
Glaðbeittir Völsungar í hlíðum Kinnarfells.

Allt frá því að aurskriðurnar féllu í Kinnarfelli snemmsumars 2013 hafa landeigendur unnið að uppgræðslu.

Verkefnið er mikið og landið erfitt yfirferðar og því ekki amalegt að fá góðan liðsauka líkt og þann sem landeigendum barst í gær.

Þar voru á ferðinni stelpurnar úr meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum og knattspyrnuráðskonum.

"Við ákváðum að breyta aðeins til og þá er tilvalið að sækja bændur heim". Sagði Róbert Ragnar Skarphéðinsson þjálfari glettinn á svip en þetta var fjáröflun fyrir hópinn.

Að sögn Erlu Sigurðardóttur stóð Græni herinn sannarlega undir nafni en alls handdreifðu stelpurnar ríflega 1.300 kg. af áburði og fræi og létu hvorki bratta hlíðina, mold né hálan leir á sig fá.

Óskar Óli Jónsson tók meðfylgjandi myndir í Kinnarfellinu í gær.

Kinnarfell

Knattspyrnustelpurnar sá í sárin eftir aurskriðurnar.

Kinnarfell

Danni og stelpurnar

Róbert Ragnar þjálfari ásamt stelpunum í hlíðum Kinnarfells.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744