Völsungar valdir í hæfileikamótun KSÍ

Á miðvikudaginn kemur mun fara fram hæfileikamótun KSÍ fyrir árganga 2001 og 2002 á norðurlandi og eiga Völsungar 8 fulltrúa.

Völsungar valdir í hæfileikamótun KSÍ
Íþróttir - - Lestrar 417

Á miðvikudaginn kemur mun fara fram hæfileikamótun KSÍ fyrir árganga 2001 og 2002 á norðurlandi og eiga Völsungar 8 fulltrúa.

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari u-17 drengja, fer fyrir verkefninu.

Markmið verkefnisins er að fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með, bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim um leið stefnu KSÍ og undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.

Halldór hefur valið 26 stráka og 24 stelpur á æfingarnar. Eins og fram hefur komið á Völsungur 8 fulltrúa í hópunum, 5 stelpur og 3 stráka. Fulltrúar Völsungs eru sem hér segir:

Stúlkur:

Árdís Rún Þráinsdóttir

Bergdís Jóhannsdóttir

Emilía Brynjarsdóttir.

Elfa Jónsdóttir.

Krista Eik Harðardóttir.

Drengir:

Atli Barkarson.

Páll Vilberg Róbertsson.

Rafnar Máni Gunnarsson.

Hópana í heild og dagskrá æfinganna má nálgast HÉR.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744