Völsungar tylltu sér á toppinn

Völsungar tylltu sér á topp 2.deildar að 13 umferðum loknum með glæsilegum sigri á Mærudögum.

Völsungar tylltu sér á toppinn
Íþróttir - - Lestrar 699

Lið Völsungs sem mætti Víði úr Garði á Mærudögum.
Lið Völsungs sem mætti Víði úr Garði á Mærudögum.

Völsungar tylltu sér á topp 2.deildar að 13 umferðum loknum með glæsilegum sigri á Mærudögum.

Andstæðingurinn að þessu sinni var Víðir Garði sem hafði unnið tvo leikina á undan eftir erfiða byrjun.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, hélt tölu fyrir stuðningsmenn áður en leikur hófst og kom inn á það hvað stemningin í hópnum færi síbatnandi. Vikan á undan hafði verið góð en eftir sigur á þáverandi toppliði Aftureldingar um síðustu helgi virtist hver einn og einasti leikmaður stíga upp.

Himnarnir grétu þegar flautað var til leiks en það kom þó ekki í veg fyrir góða mætingu í brekkuna. Bæði lið virtust ætla að selja sig dýrt og skiptust þau á að sækja. Gestirnir réðu illa við hraða Ásgeirs Kristjánssonar en færin sem skópust í kjölfarið fóru forgörðum. 

Víðismenn skoruðu mark eftir aukaspyrnu sem flaggað var af vegna rangstöðu.

Heimamenn komust svo loks yfir á 41.mínútu eftir gott hlaup Bjarka Baldvinssonar inn í teiginn. Hann lagði boltann út í teig á Elvar Baldvinsson sem skaut en markvörðurinn varði út í teig. Elvar ákvað að láta ekki bjóða sér það tvisvar og af harðfylgi kom boltanum í netið. 1-0.

Örskömmu síðar, á markamínútunni 43., átti Bjarki svo glæsilega stungusendingu á Ásgeir sem kláraði af mikilli yfirvegun í markhornið. 2-0 og var staðan þannig þegar flautað var til hálfleiks.

Á 70.mínútu rak Sæþór Olgeirsson svo síðasta naglann í kistu Víðismanna. Eftir laglegt spil datt boltinn fyrir fætur Sæþórs utan teigs sem negldi honum fast með jörðinni í hornið nær. 3-0 og mikill fögnuður sem braust út í leikslok.

Völsungur hoppaði því upp í 1.sætið þar sem úrslit annarra leikja voru hagstæð. Okkar menn sitja þar með 27 stig en Afturelding situr í 2.sæti með 25 stig. Þéttur pakki er svo frá 3.sæti niður í 7.sæti.

Gríðarmikilvægur sigur Völsunga en stutt er í næsta leik. Strákarnir ferðast til Ísafjarðar á miðvikudaginn og mæta þar Vestra kl.18.00 í hörkuleik. IBG

Hér koma myndir sem ljósmyndari 640.is tók á leiknum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn

Völsungur Víðir 3-0

Elvar Baldvinsson skorar hér af miklu harðfylgi.

Völsungur Víðir 3-0

Ásgeir Kristjánsson tvöfaldar hér forystu heimamanna.

Völsungur Víðir 3-0

Fyrirliðinn Bjarki Baldvinsson átti tvær sendingar sem gáfu mörk.

Völsungur Víðir 3-0

Baráttan var hörð.

Völsungur Víðir 3-0

Sæþór Olgeirsson skýtur hér að marki en inn vildi boltinn ekki. 

Völsungur Víðir 3-0

Guðmundur Óli Steingrímsson sendir hér boltann fyrir...

Völsungur Víðir 3-0

..og Sæþór kom honum í netið og hér fagnar þeir Elvar.

Völsungur Víðir 3-0

Toppstaða.

Völsungur Víðir 3-0

Völsungar sækja.

Völsungur Víðir 3-0

Guðmundur Óli kom af velli þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og í hans stað kom Baldur Ingimar Aðalsteinsson en það munu vera 20 ár síðan hann lék síðast heimaleik með Völsungi. 

Völsungur Víðir 3-0

Baldur lætur finna fyrir sér.

Völsungur Víðir 3-0

Olgeir Heiðar annar af vatnsberum Völsungs þakkar hér hinum sænska Victor Pehr Emanuel Svensson fyrir leikinn.

Völsungur Víðir 3-0

Lið Völsungs gegn Víði á Mærudögum 2018.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744