Völsungur áfram í bikarnum - Úrslit réðust í bráðabana

Bráðabana þurfti til að fá fram úrslit í leik Völsungs og Magna í Borgunarbikarnum í gærkveldi.

Jóhann Þórhallsson skoraði mark Völsunga.
Jóhann Þórhallsson skoraði mark Völsunga.

Bráðabana þurfti til að fá fram úrslit í leik Völsungs og Magna í Borgunarbikarnum í gærkveldi.

Völsungar léku lengst af manni færri eftir að Eyþóri Traustasyni var vikið af velli á 11. min. leiksins.

Magnamenn komust yfir með marki Andrésar Vilhjálmssonar á 26. mín. en Jóhann Þórhallsson jafnaði metin með marki úr aukaspyrnu  á 32. mín. leiksins.

Og þar við sat og því var framlengt.

Um miðbik framlengingarinna var Jóhanni Þórhallssyni vikið af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ekki var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði í bráðabana og hafði Völsungur betur. Skoruðu úr 13 vítaspyrnum en Magnamenn 12.

Völsungar eru þar með komnir áfram i Borgunarbikarnum.

Jóhann Þórhallsson

Jóhann Þórhallsson skoraði mark Völsunga en þarna endaði boltinn ekki í netinu.

Elvar Baldvinsson

                                                       Elvar Baldvinsson tók síðasta vítið.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744