VÍS og Sjóvá gefa til Slökkviliðs Norðurþings

Slökkvilið Norðurþings hefur fengið góðar gjafir að undanförnu.

Í nýju slökkvistöðinni á Húsavík.
Í nýju slökkvistöðinni á Húsavík.

Slökkvilið Norðurþings hefur fengið góðar gjafir að undanförnu.

Eins og áður hefur komið fram hér gaf Faglausn liðinu fullkomna reykvél þegar nýja slökkvistöðin var formlega vígð í vetur.

Þá hafa tryggingafélögin VÍS og Sjóvá fært slökkviliðinu gjafir að undanförnu en frá þessu greinir á heimasíðu Norðurþings.

Samfélagssjóður VÍS veitti Slökkviliði Norðurþings ríkulegan styrk til kaupa á 6 stórum Master hitablásurum sem notaðir verða á nýju æfingasvæði liðsins í Haukamýri. Blásararnir eru með hitastilli búnaði og því hægt að hafa fulla stjórn á þeim aðstæðum sem notast á við hverju sinni.

Blásararnir gera það mögulegt að stunda æfingar við heilsusamlegar aðstæður þar sem ekki þarf lengur að notast við opinn eld til að framkalla hita á reykköfunaræfingunum en efni sem leysast úr læðingi við bruna eru afar skaðleg heilsunni og geta valdið krabbameini sem er því miður orðinn viðurkenndur fylgifiskur starfa slökkviliðsmanna.

Sjóvá Húsavík veitti Slökkviliði Norðurþings styrk til kaupa á tveimur vatnssugum. Vatnssugurnar eru af gerðinni Flow mix 429 og eru útbúnar með dælu sem getur dælt frá þeim vatni jafnhliða notkun. Vatnsugurnar eru ánægjuleg viðbót við þann búnað sem liðið átti til að bregðast við vatnslekum. Talvert mörg útköll voru vegna vatnsleka í íbúðarhúsum og fyrirtækjum s.l. ár.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744