Völsungur sigrađi opnunarleik Kjarnafćđismótsins

Í gćrkvöldi mćttust Völsungur og Leiknir F í fyrsta leik Kjarnafćđismótsins í knattspyrnu.

Fréttir

Völsungur sigrađi opnunarleik Kjarnafćđismótsins
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 276 - Athugasemdir (0)

Guđmundur Óli var kjörinn mađur leiksins.
Guđmundur Óli var kjörinn mađur leiksins.

Í gćrkvöldi mćttust Völsungur og Leiknir F í fyrsta leik Kjarnafćđismótsins í knattspyrnu.

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en ţar fer mótiđ fram.

Á heimasíđu Knattspyrnudómarafélags Norđurlands sem stendur ađ mótinu segir svo frá leiknum:

Mikill undirbúningsbragur var međ liđunum í byrjun leiks. Liđin skiptumst mikiđ á ađ vera međ boltann og gekk báđum liđum illa ađ byggja upp spil innan síns liđs.

Fyrsta markverđa atriđi leiksins kom á 17. mínútu. Leiknir F var ađ reyna ađ spila boltanum innan síns liđs á sínum vallarhelmingi en missa boltann beint til Völsungs. Ţađ kemur strax stungusending innfyrir vörnina og kemst Elvar Baldvinsson í dauđafćri og á skot á markiđ en hittir boltann illa. Ađalsteinn Jóhann kemur ađvífandi og setur boltann í netiđ en er í sömu andrá dćmur rangstćđur. 

Á 24. mínútu kemur önnur stungusending innfyrir vörn Leiknis. Sem fyrr er Elvar Baldvinsson mćttur á sprettinum og tekur knöttinn međ sér innfyrir teig ţar sem varnarmenn Leiknis F brjóta á honum og dómarinn dćmir réttilega vítaspyrnu. Guđmundur Óli Steingrímsson skorađi örugglega úr vítaspyrnunni – fyrsta mark Kjarnafćđismótsins í ár.

Strax eftir ađ Leiknismenn taka miđju missa ţeir boltann og Völsungur veđur í sókn upp hćgri kantinn sem endar međ góđri sendingu fyrir, ţar sem Eyţór Traustason er mađurinn fyrir utan vítateig Leiknis F og hamrar boltann í nćrhorniđ af 20 metra fćri. Stađan var ţví orđin 2-0 á 26. mínútu leiksins. Fátt markvert gerđist eftir ţetta í fyrri hálfleik en liđin skiptust á ađ sćkja án ţess ţó ađ skapa sér opin marktćkifćri.

Í seinni hálfleik dró töluvert úr gćđum leiksins ţar sem leikmenn tóku ađ ţreyttast fljótlega eftir ađ seinni hálfleikur hófst. Á 61. mínútu fćr Halldór Árni markmađur Völsungs gult spjald eftir glórulaust úthlaup nálćgt hornfána ţar sem hann gerist sekur um leikbrot og er í raun heppinn ađ ná brotinu ţví annars hefđi markiđ veriđ galopiđ fyrir sóknarmann Leiknis F.

Á 74. mínútu fćr Ásgeir Páll leikmađur Leiknis F eina alvöru fćri Leiknismanna. Ţá komst hann í boltann inn í markteig Völsungs en Halldór Árni markvörđur Völsungs varđi vel.
Ekkert markvert gerđist síđustu 15 minúturnar og fjarađi leikurinn út. Öruggur 2-0 sigur Völsungs í opnunarleik Kjarnafćđismótsins 2018 stađreynd.

Leiknir F Völsungur
8 Skot á mark 12
3 Hornspyrnur 2
13 Leikbrot 8
3 Rangstađa 2
0 Mark 2

Gul spjöld Leiknir: Hlynur Bjarnason 59. mín, leikbrot og Almar Dađi Jónsson 65. mín, leiktöf.
Gul spjöld Völsungur: Halldór Árni Ţorgrímsson 61 mín, leikbrot og Arnţór Hermannsson 64 mín, leikbrot.
Mađur leiksins: Nýkjörinn íţóttamađur Völsungs Guđmundur Óli Steingrímsson.


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744