Tónkvíslin 2017 - Fimm flytjendur úr Borgarhólsskóla

Nú er ljóst hvað flytjendur taka þátt í Tónkvísl 2018, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, en halda þurfti sérstaka undankeppni í fyrsta skipti, vegna

Fréttir

Tónkvíslin 2017 - Fimm flytjendur úr Borgarhólsskóla
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 182 - Athugasemdir (0)

Tónkvíslin. Lj. ÖHÖ
Tónkvíslin. Lj. ÖHÖ

Nú er ljóst hvað flytjendur taka þátt í Tónkvísl 2018, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, en halda þurfti sérstaka undankeppni í fyrsta skipti, vegna mikils áhuga.

Í Tónkvíslinni í ár verða 20 söngatriði. Tólf flytjendur koma úr Framhaldsskólanum á Laugum, fimm frá Borgarhólsskóla á Húsavík og einn frá Stórutjarnaskóla, Öxarfjarðarskóla og Þingeyjarskóla.

Upphaflega voru skráðir 31 flytjandi til keppni í Tónkvíslinni, en nú er sérstök dómnefnd búin að velja 20 bestu söngatriðin sem keppa í aðalkeppninni 17. mars nk. en undankeppnin fór fram um sl. helgi. Stúlkur eru í miklum meirihluta flytjenda í ár, en af 20 flytjendum eru 16 stúlkur.

Lesa nánar hér


Engar umræður fundust fyrir þessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744