Konur eru konum bestar

Ein af ellefu. Á V-lista Vinstri grćnna og óháđra eru 11 konur og 7 karlar. 4 efstu sćtin skipa 3 konur.

Fréttir

Konur eru konum bestar
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 169 - Athugasemdir (0)

Aldey Traustadóttir.
Aldey Traustadóttir.

Ein af ellefu

Á V-lista Vinstri grćnna og óháđra eru 11 konur og 7 karlar. 4 efstu sćtin skipa 3 konur. Ţetta er einstakt á međal frambođa til sveitarstjórnakosninga ţetta áriđ og tel ég ţađ senda mjög mikilvćgan tón um breytingar til hins betra.

Ég heiti Aldey Traustadóttir og ég skipa 9. sćti á V-listanum. Ég er móđir, stjúpmóđir, hjúkrunarfrćđingur, femínisti og svo margt fleira. 

Ţegar ég var barn upplifđi ég ţađ, eins og svo margar ađrar stelpur, ađ ţađ var gerđ ákveđin krafa á mig, krafa um ađ vera ţćg, góđ og hafa hljótt ţví ég vćri jú stelpa. Allt of oft var veriđ ađ segja mér ađ taka minna pláss og ađ ég gćti ekki hitt og ţetta vegna míns kyns. Eftir ţví sem ég verđ eldri sé ég betur og betur hvađ ţetta eru rosalega röng skilabođ. Stelpur og konur ţurfa tćkifćri til ađ taka meira pláss, pláss sem viđ eigum rétt á. Viđ viljum ađ ţađ sé hlustađ og tekiđ mark á okkur. Hvorugt kyniđ á meiri rétt á einu né neinu, viđ ţurfum ađ vera saman til ađ láta samfélagiđ ganga sem best fyrir alla.

Máttur kvenna

Konur eru konum bestar er frasi sem ćtti ađ heyrast oftar og hćrra. Sagan hefur sýnt ađ ţegar konur taka saman höndum verđur til ótrúlegur kraftur. Stađan sem hefur náđst á Íslandi ţegar kemur ađ jafnréttismálum er ekki stjórnmálamönnum ađ ţakka heldur konum sem stóđu saman og ákváđu ađ ţćr ćttu meira skiliđ. Í gegnum tíđina hafa konur myndađ formleg og óformleg samtök sem hafa skilađ samfélaginu miklu. Sem dćmi má nefna Barnaspítala Hringsins, Hvítabandsspítala, Mćđrastyrksnefnd, Félag kvenna í atvinnurekstri, Félag kvenna í Tónlist (KÍTÓN), samtök eins og Stígamót og Kvennaathvarfiđ og svona mćtti lengi telja. Kyn skiptir máli, femínismi skiptir máli.

Jöfn tćkifćri

Ţađ er mikilvćgt ađ konur fái raunverulega jöfn tćkifćri og karlar til ađ taka ţátt í stjórnmálum. Í Norđurţingi, eins og svo mörgum öđrum sveitarfélögum, hefur til langs tíma veriđ allt of algengt ađ karlar sitji í valdahlutverkum í nefndum og ráđum. Karlar rćđi viđ karla um hvernig sé best ađ stjórna. Forgangsröđun innan sveitarfélaga í verkefnum, ţjónustu, fjárfestingum og framkvćmdum fer ţannig alltof oft fram út frá karllćgum sjónarhóli, og ţađ ţrátt fyrir viđleitni frambođa til ađ stilla upp „fléttulistum“. Ţađ gefur auga leiđ ađ jafnrétti nćst ekki ţegar svona er. Á fundi sem ég sat nýveriđ teygđi sig karlmađur yfir mig til ađ spyrja annan karlmann sem sat hinumegin viđ mig spurningu sem ég gat full vel svarađ. Ég bara fékk ekki raunverulegt tćkifćri til ţess. Ţađ er alltof oft gengiđ yfir konur, gert ráđ fyrir ađ viđ getum ekki, viljum ekki. Viđ höfum veriđ ţaggađar niđur í allt of langan tíma. Viđ erum komnar međ nóg af ţví, viđ viljum fá raunverulegt tćkifćri til ađ taka ţátt. Ekki bara á pappír heldur af karlmönnunum sem hafa stjórnađ.

Viđ viljum samfélag ţar sem ríkir jafnrétti, ekki einungis á milli karla og kvenna, heldur á milli allra. Öll eigum viđ sama rétt á ađ vera til og ađ fá sömu tćkifćri. Viđ ţurfum ađ tala saman af virđingu hvert fyrir öđru og skapa saman réttlátt kerfi og samfélag. Verum ţakklát, rćđum saman og búum til betra samfélag.

Jafnréttisátak 2018

V-listi vill gera átak í jafnréttismálum. Breyta og bćta. Verđa á komandi kjörtímabili í fararbroddi á landsvísu í jafnréttismálum. Međ ţví ađ kjósa V-listann styđur ţú viđ ţetta og stuđlar ađ auknu vćgi kvenna í sveitarstjórnarmálunum. Ţađ er orđiđ tímabćrt. Gefiđ okkur raunverulegt tćkifćri á ađ láta í okkur heyra og gera betur fyrir alla. Konurnar ellefu á V-lista eru ekki til skrauts. Viđ erum hér til ađ hafa áhrif.  

Hverjum treystir ţú?

Aldey Traustadóttir, 9. sćti V-lista VG og óháđra í Norđurţingi 

 

 


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744