Hjólađ óháđ aldri - Íbúar Hvamms fengu reiđhjól ađ gjöf

“Ţađ skýtur nú kannski skökku viđ ađ vera ađ afhenda reiđhjól svona á ađventunni”. Sagđi Halla Rún Tryggvadóttir í gćr en ţađ var nú samt raunin ţegar

Fréttir

Hjólađ óháđ aldri - Íbúar Hvamms fengu reiđhjól ađ gjöf
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 696 - Athugasemdir (0)

Viđar og Dýrleif í hjólaferđ međ sveitarstjóra.
Viđar og Dýrleif í hjólaferđ međ sveitarstjóra.

“Ţađ skýtur nú kannski skökku viđ ađ vera ađ afhenda reiđhjól svona á ađventunni”. Sagđi Halla Rún Tryggvadóttir í gćr en ţađ var nú samt raunin ţegar íbúar Dvalarheimilisins Hvamms fengu nýstárlegt reiđhjól ađ gjöf.

Halla Rún og Björg Björnsdóttir sjúkraţjálfari stóđu fyrir söfnun til ađ fjármagna kaupin á hjólinu en um er ađ rćđa hjól sem heitir Christania Bike og kemur frá Danmörku. Fremst á hjólinu er eins konar kerra bćđi međ svuntu og skyggni og ţá er ţađ međ rafmótor og ţví ćtti ađ vera hćgt ađ hjóla langar leiđir ţótt farţegarnir séu tveir.

Í máli Höllu rúnar kom fram ađ forsaga málsins sé sú ađ hún heyrđi af ţessu annars skemmtilega verkefni í slyddu og skítakulda í Húsavík eystri sumariđ 2015.

"Mér ţótti ţetta strax virkilega áhugavert verkefni. Hingađ kom svo Sesselja Traustadóttir forstýra Hjólafćrni á Íslandi sem flytur inn hjólin, á vordögum á ţessu ári. Hún átti fund međ starfsfólki Hvamms og sjúkraţjálfunar Húsavíkur sem leiddi ţađ af sér ađ leiđir okkar Bjargar lágu saman og viđ einhentum okkur í söfnun fyrir hjólinu. Ţađ var nú vćgast sagt skemmtileg vinna ţar sem allir sem viđ töluđum viđ tóku okkur svo vel. Hver vill ekki gera eitthvađ góđverk og ţađ fyrir eldri borgara?

Ţađ tók ekki langan tíma ađ safna fyrir hjólinu. Ţeir sem styrktu okkur voru bćđi einstaklingar og fyrirtćki í bćnum og nágrenninu. Gospelkór Húsavíkur, Framsýn stéttarfélag og Starfsmannafélag Húsavíkur. Landsbankinn og Íslandsbanki lögđu okkur liđ. Sömuleiđis Norđurţing og Urđarprent. Og svo flutti Samskip hjóliđ hingađ norđur fyrir okkur, okkur ađ kostnađarlausu.

Ţeir einstaklingar sem tóku ţátt í söfnuninni voru Elísabet Sigurđardóttir, Jóel Friđbjörnsson og Sigríđur Björnsdóttir, Hlöđver Stefán Ţorgeirsson, Agnieszka Szczodrowska og Dýrleif Andrésdóttir.

Mig langar ađ ţakka ţeim kćrlega fyrir ţeirra framlög til hjólakaupanna. 

Nú ţegar hjóliđ er hingađ komiđ ţá verđur nćsta verkefni ađ virkja hjólara í bćnum. En viđ höfum veturinn til ţess. Ţeir sem hér eru mega gjarnan láta ţađ berast ađ öllum íbúum bćjarins sem áhuga og getu hafa býđst ađ gerast hjólarar. Ekki ţarf ađ hafa einhver persónuleg tengsl viđ íbúa Hvamms til ađ geta gerst hjólari. Ţađ má hafa samband viđ okkur Björgu, viđ skráum hjólarana.

Í mars-apríl, allt eftir snjóalögum í vor verđur haldinn fundur eđa eins konar námskeiđ međ tilvonandi hjólurum. Ţar förum viđ yfir bókunarkerfi og annađ sem lítur ađ ţví ađ vera hjólari. Hugmyndin er ađ stofna hóp á fésbókinni góđu fyrir hjólara.

Verkefinu Hjólađ óháđ aldri fylgir ákveđiđ bókunarkerfi, GO heitir ţađ og viđ höfum veturinn til ađ kynna okkur ţađ" Sagđi Halla Rún en eftir athöfnina fór Kristján Ţór Magnsússon sveitarstjóri Norđurţings í fyrstu ferđina á hjólinu og farţegar voru Viđar Vagnsson frá Hriflu og Dýrleif Andrésdóttir frá Leirhöfn.

Hjólafćrni

Hróđný Lund hjúkrunarfrćđngur á Hvammi tók viđ hjólinu fyrir hönd íbúanna. 

Hjólafćrni

Sesselja Traustadóttir forstýra Hjólafćrni á Íslandi sagđi frá verkefninu Hjólađ óháđ aldri og nánar má frćđast um ţađ hér. 

Fésbókarsíđu verkefnisins má skođa hér

Hjólafćrni

Viđar Vagnsson frá Hriflu og Dýrleif Andrésdóttir frá Leirhöfn voru fyrst íbúa Hvamms til ađ fara í hjólaferđ og tilhlökkunin leynir sér ekki.

Hjólafćrni

Kristján Ţór Magnússon sveitarstjóri Norđurţings hjólađi međ ţau smá hring.

Hjólafćrni

Og ekki annađ ađ sjá en ađ ţau séu ánćgđ međ hjóliđ og ferđina.


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744