Gerum okkur mat úr jarđvarhitanum

Eimur, í samstarfi viđ Matarauđ Íslands, Íslensk verđbréf og Nýsköpunarmiđstöđ Íslands stendur um ţessar mundir fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu

Fréttir

Gerum okkur mat úr jarđvarhitanum
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 213 - Athugasemdir (0)

Eimur, í samstarfi viđ Matarauđ Íslands, Íslensk verđbréf og Nýsköpunarmiđstöđ Íslands stendur um ţessar mundir fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu jarđhita til matvćlaframleiđslu. 

Snćbjörn Sigurđarson framkvćmdarstjóri Eims sagđi ađ međ keppninni, sem nefnist: „Gerum okkur mat úr jarđhitanum“, vćri leitast viđ ađ finna nýjar leiđir til ađ efla nýtingu náttúruauđlinda á Norđausturlandi međ sjálfbćrni í fyrirrúmi. 

Eimur stóđ á síđasta ári fyrir sambćrilegri keppni um nýtingu lághitavatns í samstarfi viđ Vađlaheiđargöng. Ţá bárust 14 tillögur og var hugmynd sem snýst um uppbyggingu á náttúruböđum í fjörunni neđan viđ göngin valin hlutskörpust. 

Öllum er frjálst er ađ senda inn tillögur og getur hugmyndin falist í frumvinnslu, fullvinnslu, hliđarafurđum, hráefnum, nýjungum bara hverju sem er sagđi Snćbjörn. Hann sagđi einnig ađ ţađ vćri hugmyndinni til tekna ef hún byggđi á samvinnu ólíkra ađila.

Fimm manna dómnefnd mun velja tvćr bestu hugmyndir sem hljóta peningaverđlaun, 2 milljónir fyrir fyrsta sćtiđ og 500 ţúsund fyrir annađ sćtiđ. Einnig kemur til greina ađ velja fleiri hugmyndir til frekari skođunar í samvinnu viđ bakhjarla Eims. Skilafrestur er til 15. maí og frekari upplýsingar um samkeppnina má finna á eimur.is og mataraudur.is.

Ađ Eim standa Landsvirkjun, Norđurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyţing, samband sveitarfélaga í Eyjafirđi og Ţingeyjarsýslum.


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744