Viðspyrna í mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu

Árlega gefur Þekkingarnetið út samantekt á mannfjöldaþróun á starfssvæði sínu og kom skýrslan út nú rétt fyrir jól.

Framkvæmdir á Bakka hafa haft áhrif á íbúaþróun.
Framkvæmdir á Bakka hafa haft áhrif á íbúaþróun.

Árlega gefur Þekkingarnetið út samantekt á mannfjöldaþróun á starfssvæði sínu og kom skýrslan út nú rétt fyrir jól. 

Á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga eru sex sveitarfélög, öll með sín sérkenni og áherslur. 

Núna er farið aðeins ítarlegar í breytingar á liðnum áratug. Þar má meðal annars finna meðalaldur íbúa í hverju sveitarfélagi sem og breytingar á dreifbýli og þéttbýli. Tölurnar eru miðaðar við mannfjölda 1. janúar 2018 en nýjar tölur koma fyrir 2019 koma er líður á árið. Talnaefni er af vef Hagstofu Íslands.

Íbúum hefur fjölgað nokkuð en þar hafa stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík hafa nokkur áhrif. Þar má sjá að fjölgun íbúa í Norðurþingi liggur að nokkru leyti í fjölgun karlmanna á aldrinum 20-60 ára, sem flestir unnu við framkvæmdirnar.

Áhugavert verður að fylgjast með þessari þróun næstu árin. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni en á heildina litið fjölgar íbúum á svæðinu og hefur gert það frá árinu 2014. Þá voru íbúar 4786 eftir nokkra fækkun árin á undan. Hægur viðsnúningur var eftir 2015 og svo stökk milli ára 2017 og 2018.

Þar hafa framkvæmdir á Bakka við Húsavík og á Þeistareykjum mikið að segja. Ekki má þó  líta fram hjá sérstaklega jákvæðri þróun í Mývatnssveit, sem ekki verður eingöngu tengd við þær framkvæmdir. Í Skútustaðahreppi hefur íbúum fjölgað mikið bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem áætla má að tengist fjölgun ársstarfa í ferðaþjónustu.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessari þróun næstu árin, en reynslan annars staðar frá m.a. á Austurlandi hefur sýnt að þar sem svo stórar framkvæmdir eiga sér stað tekur  nokkur ár að ná jafnvægi á tölur um íbúafjölda. hac.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744