Vetrarhátíðin við Mývatn

Núna í byrjun mars verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin, nánar tiltekið 5.-14. mars.

Vetrarhátíðin við Mývatn
Fréttatilkynning - - Lestrar 167

Núna í byrjun mars verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin, nánar tiltekið 5.-14. mars. 

Hátíðin hefur skipað sér sess sem einn skemmtilegasti vetrar-viðburður Norðurlands þar sem bæði hefðbundnar og óhefð-bundnar vetraríþróttir eru stundaðar í stórbrotinni náttúrufegurð Mývatnssveitar.

Þar á meðal er Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á hundasleða og „skijoring“, hestamótið Mývatn Open sem fer fram á ísilögðu Mývatni og fyrsta snocross mót vetrarins. Gönguskíðaspor verða lögð víðs vegar um svæðið, skíðalyftan í Kröflu verður opin ef veður leyfir og heimamenn kenna gestum að dorga. 

Hátíðin markar líka þau ánægjulegu tímamót að ferðaþjónustufyrirtæki í Skútustaðahreppi opna aftur eftir vetrar/COVID lokun. Það verða ýmis konar tilboð á gistingu, mat og afþreyingu og dagskráin er hin glæsilegasta. Nú er tilvalið að skella sér í hundasleðaferð eða á snjósleða og láta svo líða úr sér í jarðböðunum.

Vegna sóttvarnaráðstafana er áhersla lögð á að njóta náttúrunnar og útiveru. Gestir eru því hvattir til þess að taka með sér gönguskó og skíði og njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744