Verndun berjalands Húsavíkur

Eins og fram kom í Skarpi á 26.apríl síðastliðinn verður unnið að aðgerðaáætlun um hvar nauðsynlegt yrði að hefta útbreiðslu lúpínunnar á landi Húsavíkur

Verndun berjalands Húsavíkur
Fréttatilkynning - - Lestrar 805

Eins og fram kom í Skarpi á 26.apríl síðastliðinn verður unnið að aðgerðaáætlun um hvar nauðsynlegt yrði að hefta útbreiðslu lúpínunnar á landi Húsavíkur og hvaða aðgerðir gætu komið til greina.

Farið verður eftir skilgreindum forsendum og er ein af þeim staðsetning verðmætra berjalanda þ.e.a.s. vel eftirsóttra svæða Húsvíkinga til berjatínslu.

Til þess að geta unnið áætlanagerð á góðum grunni biður verkefnastjórinn, Elke Wald, um aðstoð Húsvíkinga með því að koma þeim upplýsingum á framfæri. 

Hægt er að ná loftmynd svæðisins hér til þess að merkja inná svæði og skila henni í Langaneshúsinu við Hafnarstétt 3 á mánudaginn 21. maí kl. 10-18 eða hafa samband í síma 525 5881.   


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744