Vel sóttur framboðsfundur í sal Borgarhólsskóla

Stjórnmálafræðinemar FSH ásamt Ingólfi Freyssini kennara stóðu fyrir og höfðu umsjón með opnum framboðsfundi í sal Borgarhólsskóla í gærkvöldi.

Frá framboðsfundinum í sal Borgarhólsskóla.
Frá framboðsfundinum í sal Borgarhólsskóla.

Stjórnmálafræðinemar FSH ásamt Ingólfi Freyssini kennara stóðu fyrir og höfðu umsjón með opnum framboðsfundi í sal Borgarhólsskóla í gærkvöldi.

Þar mættu fulltrúar þeirra tíu framboða sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi og kynntu áherslur sínar ásamt því að svara fyrirspurnum úr sal.

Þetta voru fulltrúar frá Alþýðufylkingunni, Bjartri Framtíð, Dögun, Flokki fólksins, Framsóknarflokki, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokki,Pírötum, Viðreisn og Vinstri grænum.

Fundurinn var vel sóttur og skipulag til mikillar fyrirmyndar. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744