Veiðidagar á grásleppu verða 32

Sjávarútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð.

Veiðidagar á grásleppu verða 32
Almennt - - Lestrar 171

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð.
  
Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er miðað við að heildarveiði á grásleppu á vertíðinni fari ekki umfram 6.200 tonn.  Búið er að veiða rúman þriðjung af því heildarmagni.  Veiði á hvern dag er nokkru meiri en á vertíðinni 2014 og þá hefur veiðileyfum fjölgað um 30%.  Ekkert bendir því nú til annars en áætluðu heildarmagni verði náð innan 32 daga markanna.
 
 
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins 1. apríl sl. var þess getið að ákvörðun um fjölgun veiðidaga í 32 yrði endurskoðuð þegar ætla mætti að betri yfirsýn fengist yfir fjölda leyfa og aflabrögð.     Í ljósi framangreindra upplýsinga um veiðarnar hefur ráðuneytið ákveðið að veiðidögum verði hvorki fjölgað né fækkað, þeir verðið 32 á yfirstandandi vertíð.“ (smabatar.is)

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744