Vandræði með Boga

Bogi, ofn 2, í kís­il­veri PCC á Bakka hef­ur verið til vand­ræða og berst starfs­fólk við vatnsleka frá kæli­kerf­inu.

Vandræði með Boga
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 336

Kísilver PCC á Bakka.
Kísilver PCC á Bakka.

Bogi, ofn 2,í kís­il­veri PCC á Bakka hef­ur verið til vand­ræða og berst starfs­fólk við vatnsleka frá kæli­kerf­inu. 

Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofn­in­um í gær.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá PCC Bakka Silicon á Fésbókarsíðu fyrirtæksins.

Neyðarskor­stein­ar ofns­ins verða opnaðir fljót­lega svo viðgerð geti farið fram, en ekki er bú­ist við mikl­um reyk þar sem slökkt hef­ur verið á ofn­in­um síðan í gær.

Ofn 1, Birta, hefur verið stöðugur í talsverðan tíma segir í tilkynningunni.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744