Vanda Sigurgeirsdóttir hlýtur viđurkenningu á degi gegn einelti

Lilja D. Alfređsdóttir mennta – og menningarmálaráđherra veitti í dag 8. nóvember hvatningarverđlaun dags gegn einelti viđ hátíđlega athöfn í

Vanda Sigurgeirsdóttir og Lilja D. Alfređsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir og Lilja D. Alfređsdóttir.

Lilja D. Alfređsdóttir mennta – og menningarmálaráđherra veitti í dag 8. nóvember hvatningarverđ-laun dags gegn einelti viđ hátíđlega athöfn í Vatnsenda-skóla í Kópavogi.

Ađ ţessu sinni hlaut Vanda Sigurgeirsdóttir verđlaunin fyrir mikilvćgt framlag til rannsókna og forvarna gegn einelti auk úrlausna í einstökum eineltismálum. Henni var af ţví tilefni afhent viđurkenningarskjal og verđlaunagripur eftir listakonuna Ingu Elíni.

Ásamt ráđherra tóku til máls Sigrún Edda Eđvarđsdóttir, formađur heimilis og skóla, Ármann Kr. Ólafsson bćjarstjóri í Kópavogi og Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona.  Nemendur í Vatnsendaskóla fluttu tónlistaratriđi og vinaliđar skólans stóđu heiđursvörđ fyrir gesti. 

Vanda starfar sem lektor í tómstunda- og félagsmálafrćđi viđ menntavísindasviđ Háskóla Íslands. Hún er međ meistaragráđu í uppeldis- og menntunarfrćđi og leggur nú stund á doktorsnám ţar sem viđfangsefniđ er einelti. Vanda hefur allan sinn starfsferil starfađ međ börnum og fullorđnum ađ eineltis- og samskiptamálum og er ţekkt fyrir vinnu sína bćđi hér heima og á erlendum vettvangi. Forvarnir gegn einelti eru hennar hjartans mál og hefur hún skrifađ greinar og bókarkafla, stundađ rannsóknir og stađiđ fyrir frćđslu bćđi fyrir börn og fullorđna um einelti og jákvćđ samskipti. 

Heimili og skóli- landssamtök foreldra tóku í haust viđ ţví verkefni af Menntamálastofnun ađ halda utan um dagskrána á degi gegn einelti og í fréttatilkynningu óskar stjórn og starfsfólk samtakanna Vöndu innilega til hamingju međ verđskuldađa viđurkenningu.

Dagur gegn einelti

Fv. Sigrún Edda Eđvarđsdóttir formađur heimilis og skóla, Vanda Sigurgeirsdóttir og Lilja D. Alfređasdóttir mennta – og menningarmálaráđherra.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744