Valgerđur Gunnarsdóttir skipuđ skólameistari FSH

Valgerđur Gunnarsdóttir hefur veriđ skipuđ skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík.

Valgerđur Gunnarsdóttir skipuđ skólameistari FSH
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 362 - Athugasemdir (0)

Valgerđur Gunnarsdóttir.
Valgerđur Gunnarsdóttir.

Valgerđur Gunnarsdóttir hefur veriđ skipuđ skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík. 

Í tilkynningu segir ađ fenginni umsögn skólanefndar Framhaldsskólans á Húsavík hafi Lilja Alfređsdóttir, mennta- og menningarmálaráđherra, ákveđiđ ađ skipa Valgerđi í embćttiđ en skipađ er til fimm ára frá og međ 1. ágúst 2018. Tvćr umsóknir bárust um embćttiđ.

Valgerđur lauk B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, námi í kennslu- og uppeldisfrćđi frá Háskólanum á Akureyri og diplómanámi í stjórnun og forystu í skólaumhverfi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Valgerđur hefur víđtćka reynslu af skólastarfi sem kennari, námsráđgjafi, deildarstjóri í Framhaldsskólanum á Húsavík og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. 

Valgerđur hefur einnig víđtćka reynslu af sveitarstjórnarmálum sem bćjarfulltrúi og forseti bćjarstjórnar. Hún hefur enn fremur gegnt ýmsum trúnađar¬störfum, ţar á međal formennsku í Skólameistarafélagi Íslands, setiđ í stjórn Útgerđarfélagsins Höfđa og í stjórn Menningarsjóđs ţingeyskra kvenna.

Valgerđur sat á Alţingi 2013-2017 og var formađur umhverfis- og samgöngunefndar Alţingis 2016-2017. Hún hefur veriđ varaţingmađur frá í maí 2018.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744